2022
5 staðreyndir um Ester
júlí/ágúst 2022


„5 staðreyndir um Ester,“ Líahóna, júlí/ágúst, 2022

Kom, fylg mér

Ester

5 staðreyndir um Ester

Ljósmynd
Ester gengur fram fyrir konung

Ester gengur fram fyrir konung, eftir Robert T. Barrett, óheimilt að afrtia

1. Ester var munaðarlaus.

Ester var Gyðingur og þegar foreldrar hennar létust var hún alin upp af frænda sínum, Mordekaí, sem var einnig Gyðingur (sjá Esterarbók 2:7).

2. Ester bjó í Persíu.

Ester bjó i Súsa, Persíu (Íran í dag), yfir 100 árum eftir að Gyðingar höfðu verið teknir í ánauð til Babýlon.

3. Ester varð að halda því leyndu að hún væri Gyðingur.

Að beiðni Mordekaí, upplýsti Ester ekki neinn um arfleið sína sem Gyðing. Hún hélt auðkenni sínu leyndu, jafnvel eftir að hún var orðin drottning. (Sjá Eterarbók 2:10, 20.)

4. Ester hætti lífi sínu til að bjarga fólki sínu.

Á tímum Esterar voru konungar oft í hættu af því að vera ráðnir af dögum. Þar af leiðandi kröfðust siðvenjur þess að enginn skyldi nálgat konunginn án þess að vera boðaður, konunginum til verndar. Þess vegna hætti Ester lífi sínu þegar hún fór til konungs í þeim tilgangi að bjóða honum til veislu þar sem hún gæti upplýst hann um áætlanir Hamans um að drepa Gyðingana (sjá Esterarbók 5; 7).

5. Ester hafði trú á Guð.

Ester bað alla Gyðingana í Súsa að fasta í þrjá daga áður en hún færir fram fyrir konung (sjá Esterarbók 4:16). Vegna hugrekkis Esterar og blessana Drottins var Gyðingum hlíft.

Prenta