2022
Ég hef borið þig
júlí/ágúst 2022


„Ég hef borið þig,“ Líahóna, júlí/ágúst, 2022

Frá Síðari daga heilögum

Ég hef borið þig

Sú sterka kröftuga tilfinning sem kom yfir mig var svo sterk að ég féll á hnéin.

Ljósmynd
lítil stúlka með lokuð augu

Ljósmynd í boði höfundar, Ljósmyndahornin frá Getty Images

Í mörg ár tókst ég á við áfall og kvíða sem tengdist bílslysi sem ég lenti í með foreldrum mínum þegar ég var þriggja ára. Ófæddur bróðir minn lifði ekki.

Á 25 ára afmæli slyssins þá rifjaðist það upp fyrir mér. Nokkrum mánuðum seinna, átti ég enn erfitt þegar vinur lagði það til að ég leitaði til himnesks föður. Ég hló og spurði síðan: „Hvað er hann að fara að gera fyrir mig?“

Barátta mín hélt áfram. Eftir eitt eða tvö ár í viðbót var ég orðin þreytt á að líða alltaf illa og sársauki minn var að snúast upp í reiði. Ég tók ráði vinar míns og hóf að leita til Guðs.

„Ef þú ert raunverulega þarna, sendu einhvern – hvern sem er,“ bað ég. Ég þarfnast einhvers!“

Næsti dagur kom og leið er ég stóð í dyragættinni og beið til einskis.

„Sjáðu Guð, öllum er sama!“ sagði ég. „Enginn kom!“

Er tárin runnu niður andlit mitt, gekk ég hægt inn í húsið og lokaði hurðinni. Ég gekk upp stigann, sigruð. Þegar ég var komin upp á stigapallinn kom sterk tilfinning yfir mig. Hún var svo sterk að ég féll á hnéin.

Þá kom þessi hugsun í huga minn: „ReNae, ég hef borið þig“

Himneski faðir sendi þessa kröftugu hugsun til mín á ljúfan hátt þegar ég þarfnaðist þess mest. Ég gerði mér grein fyrir því að hann elskar mig vissulega og að hann þekkir mig vissulega. Hann elskar mig svo mikið að hann hefur gefið mér siðferðilegt sjálfræði. Hann mun ekki neyða mig eða nokkurn annan til að fylgja sér, en hann og sonur hans bjóða okkur að koma til sín (sjá Matteus 11:28–30).

Síðan þá hef ég vitað að ég gæti reitt mig á hann. Líf mitt er betra nú því ég legg mig fram um að fylgja honum og hlusta á hann dag hvern. Þó að himneskur faðir og Jesús Kristur leyfi mér að upplifa sársauka, færa þeir mér einnig frið, huggun, styrk og hugrekki svo að ég geti lært af því að gera erfiða hluti. Það að upplifa sársauka hjálpar mér að skilja og styðja aðra sem eiga í raunum.

Við kunnum ef til vill aldrei að vita hvað aðrir eru að ganga í gegnum, en við getum sýnt þeim elsku sem eru umhverfis. Ég er þakklát fyrir að vita að himneskur faðir elskar mig og hlustar á mig þegar ég ákalla hann.

Prenta