2022
Verkfæri í höndum Drottins
júlí/ágúst 2022


„Verkfæri í höndum Drottins,“ Líahóna, júlí/ágúst, 2022

Kom, fylg mér

Ester

Verkfæri í höndum Drottins

Ef við fylgjum andanum og erum fús í hjarta, mun Drottinn leiða okkur að því sem hann vill að við gerum.

Ljósmynd
Ester

Myndskreyting Dilleen Marsh

Að vera verkfæri í höndum Drottins, er í raun mjög auðvelt. Við þurfum bara að vera fús til að leyfa andanum að leiða okkur og hafa hugrekki til að fylgja hvatningu hans. Það var málið þegar foreldrar eiginkonu minnar gengu í kirkjunna árið 1968. Ungur trúboði sem langaði til að vera verkfæri í höndum Drottins hjálpaði til við að leiða þau til kirkjunnar.

Tengdaforeldrar mínir hittu trúboðana einu sinni, en eftir það vildi tengdafaðir minn ekki halda áfram. Þá var nýr trúboði, öldungur Fetzer, fluttur á svæðið og þessi ungi trúboði og félagi hans fundu fyrir hvatningu til að heimsækja og þjóna fjölskyldunni. Öldungur Fetzer náði að snerta hjörtu fjölskyldumeðlima á þann hátt sem hinir trúboðarnir höfðu ekki náð að gera.

Næstu sex mánuði þjónuðu trúboðarnir þörfum fjölskyldunnar. Að því kom að hjörtu foreldra eiginkonu minnar voru snert af andanum og þau gengu í kirkjuna. Þau hlutu þær blessanir sem koma til okkar er við gerum og höldum sáttmála. Vegna þeirra hafa fleiri fjölskyldur gengið í kirkjuna og meðtekið blessanir fagnaðarerindisins.

Þetta gerðist að hluta til vegna þess að ungur maður frá Utah var fús til að „leyfa Guði að ríkja“ í lífi hans. Hann hafði hugrekkið til að yfirgefa þægindi heimilis síns, læra nýtt tungumál og þjóna Drottni í Brasilíu.

Einfalt samtal

Fyrir um einu ári fékk eiginkona mín, Alessandra, textaskilaboð í símann sinn frá systur í deildinni okkar í Brasilíu. Það voru tvö ár síðan við höfðum síðast hist. Þessi systir skrifaði: „Versti dagur lífs míns, ég veit ekki hvernig ég komst til kirkju. Þegar ég gerði það, sást þú mig. Þú hélst mér í faðmi þínum og sagðir mér að sitja við hlið þér. Ég talaði við þig. Þú hlustaðir og ráðlagðir mér.“

Þetta virtist vera einfalt samtal á þeim tíma. Það varð hins vegar að tækifæri fyrir eiginkonu mína til að vera verkfæri í höndum Drottins. Hún þjónustaði þessari kæru systur sem var að fara í gegnum erfitt tímabil. Alessandra hugsaði í raun ekkert um það. Hún fann bara til þeirrar hvatningar að hlusta og veita huggun og hún fylgdi þeirri hvatningu. Nú, meira en tveimur árum síðar, fékk hún þessi textaskilaboð frá þessari systur að tjá þakklæti sitt.

Í gegnum þessa atburði hef ég lært að við þurfum ekki endilega köllun til að vera verkfæri í höndum Drottins. Við þurfum bara að þrá það. „Ef þér þráið þess vegna að þjóna Guði, eruð þér kallaðir til verksins“ (Kenning og sáttmálar 4:3).

„[Vegna þessara tíma]“

Í Gamla testamentinu lesum við um aðra manneskju sem þjónaði sem verkfæri Guðs. Ester var ung kona sem missti foreldra sína snemma á ævi sinni. Hún var alin upp af frænda sínum, Mordekaí.

Eftir að Xerxes konungur skildi við Vastí, valdi hann Ester sem nýja drottningu sína. „Og konungur fékk meiri ást á Ester en öllum öðrum konum, og hún ávann sér náð hans og þokka“ (Esterarbók 2:17). Ester var Gyðingur en konungur var þess ekki meðvitaður.

Haman, einn af ráðgjöfum konungs, var hækkaður í tign til að sitja ofar öllum prinsunum sem voru með honum (sjá Esterarbók 3:1). Hann ráðgerði gagnvart Gyðingum að „deyða þá og tortíma þeim, ungum og öldnum“ (Ester 3:13).

Þegar Ester komst að áætlun Hamans hvatti Mordekaí Ester til að tala við konunginn. Að gera svo setti hana í mjög hættulega stöðu, en hún fann hugrekki í orðum Mordekaí. „Hver veit nema þú hafir orðið drottning nú vegna þessara atburða?“ (Esterarbók 4:14).

„Ef ég dey þá dey ég,“ sagði hún (Esterarbók 4:16) og fór fyrir konung án þess að vera boðuð þangað. Slíkt var dauðasök. Vegna hugrekkis hennar, tókst Ester að hafa áhrif á konunginn. Þetta leiddi til þess að hann sendi út tilskipun um að hlífa ætti Gyðingum. Í henni „veitti konungur Gyðingum í sérhverri borg heimild til safna liði til sjálfsvarnar“ (Esterarbók 8:11).

Öll hlutverk eru mikilvæg

Ester var fús til að vera verkfæri í höndum Drottins. Líf hennar sem einkenndist af hlýðni og guðrækni hafði undirbúið hana. Þegar ég hugsa um hana fara í innri hirð konungs án boðs, undrast ég hugrekki hennar. Hún minnir mig á boð Russels M. Nelsons forseta, til allra um að láta Guð ríkja í lífi okkar.1 Ester var tilbúin að láta Guð ríkja.

Frændi Esterar, Mordekaí, var einnig verkfæri í höndum Drottins. Hann ól Ester vel upp. Hann veitti henni stuðning, hugrekki og innblástur. Við höfum öll okkar hlutverk og hvert þeirra er jafn mikilvægt og áríðandi.

Drottinn setti Ester í hús konungs af ástæðu – til að bjarga Gyðingunum. Eins og með Ester, þá staðsetur Drottinn okkur þar sem við getum hjálpað til að uppfylla tilgang hans. Þess vegna verðum við að vera tilbúin og verðug þegar við stöndum frammi fyrir þeim tækifærum sem hann veitir okkur.

Tækifæri allt um kring

Allt í kringum okkur eru tækifæri til að vera verkfæri í höndum Drottins. Ábyrgð okkar er að vera tilbúin til að framkvæma. Oft vitum við ekki hvenær eða hvernig þessi tækfæri munu birtast. Við þurfum að lifa verðug samfélags heilags anda og vera fús í hjarta. Þá mun Drottinn leiða okkur að því því sem hann vill að við gerum.

Í Kenningu og sáttmálum 35:3, segir Drottinn við Sidney Rigdon: „Ég hef litið á þig og verk þín. Ég hef heyrt bænir þínar og búið þig undir stærra verk.“

Drottinn þekkir okkur og er með verk fyrir hvert okkar að vinna. Stundum er það eitthvað sem einungis við getum gert. Það gæti verið á heimilinu sem foreldrar að hjálpa syni eða dóttur í vanda. Það gæti líka verið í ábyrðarhlutverkum okkar í kirkjunni. Í raun getur það verið hvenær sem er, hvar sem er og með hverjum sem er.

Dieter F. Uchtdorf forseti, þá annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, sagði: Drottinn hefur falið ykkur þessa ábyrgð af ákveðinni ástæðu. Það kann að vera fólk eða hjörtu sem einungis þú getur náð til og snert. Ef til vill getur enginn get það á nákvæmlega sama hátt.“2

Uchtdorf forseti sagði einnig: „Þegar við fylgjum fullkomnu fordæmi [frelsarans] verða hendur okkar hendur hans; augu okkar augu hans, hjarta okkar hjarta hans.“3

Á sama hátt og Ester, Mordekaí, öldungur Fetzer, eiginkona mín og margir aðrir, þá getum við öll verið verkfæri í höndum Drottins.

Prenta