2022
Þjónustutrúboðar: Byggja ríkið með þjónustu og kærleika
júlí/ágúst 2022


„Þjónustutrúboðar: Byggja ríkið með þjónustu og kærleika,“ Líahóna, júlí/ágúst, 2022.

Ungt fullorðið fólk

Þjónustutrúboðar: Byggja ríkið með þjónustu og kærleika

Ég velti því fyrir mér hvort það að þjóna sem þjónustutrúboði, þýddi að ég væri ekki „nægilega góð.“

Ljósmynd
ung fullorðin kona málar

Þegar stikuforseti minn spurði mig fyrst hvort ég væri tilbúin að þjóna sem þjónustutrúboði var fyrsta hugsun mín: „Já!“

Ég treysti því að Drottinn hefði verk fyrir mig að vinna og ég trúði að hvað sem hann vildi að ég gerði, myndi færa mér þroska og hamingju, því hann elskaði mig og vildi mér allt það besta.

Önnur hugsun mín var: „Hvað er þjónustutrúboð?“

Stiku forseti minn útskýrði fyrir mér hvað þjónustutrúboð væri, er við hittumst í skrifstofu hans þennan laugardag, en ég skildi það ekki sjálf né mikilvægi þess fyrr en mikið seinna. Á þeim tíma velti ég því fyrir mér hvort að þessi köllun þýddi að það væri eitthvað að mér, því ég sá ekki enn hinn stærri tilgang þjónustutrúboðs.

Var þörf fyrir mig?

Ég fékk kallið til að þjóna um mánuði áður en að trúboð mitt hófst í raun. Þetta þýddi að ég hitti þjónustutrúboðsleiðtoga mína, fór á þjónustutrúboðsráðstefnu á svæði mínu og var jafnvel beðin um að leiða félagafræðslu fyrir hinar tvær systurnar á svæði mínu, áður en ég var sett í embætti.

Ég notaði mánuðinn á milli köllunar minnar og „kveðju“ ræðu minnar (jafnvel þó að ég færi ekkert) til að læra um þjónustutrúboð og þjónustutrúboðana í kring.

Á þjónustutrúboðsráðstefnunni sem ég fór á, lærði ég hvað mörgum þjónustutrúboðum finnst við köllun sína, að þeir væru ekki nægilega góðir til að fara á kennslutrúboð. Ég hugsaði vandræðalega til fyrstu viðbragða minna við kölluninni.

Að lokum gerði ég mér grein fyrir því að ég var ekki kölluð í þjónustutrúboð vegna vangetu minnar, heldur vegna þess að þetta var leiðsögn himnesks föður fyrir mig. Ég var ekki „ómerkilegri“ en kennslutrúboðar, heldur þarfnaðist hann mín til að byggja ríki sitt upp með annars konar þjónustu. Ég öðlaðist sterkan vitnisburð um að allir trúboðar eru mikilvægir himneskum föður og mikilvægir starfi hans, vegna þrá allra trúboða til að þjóna honum og börnum hans.

Eftir að læra um hina þjónustutrúboðana á svæði mínu, hitta þá og heyra sögur þeirra, vissi ég að þeir væru yndislegir, réttlátir þjónar Drottins. Ég gerði mér grein fyrir að þó að sum okkar hafi vorkennt okkur sjálfum í upphafi trúboðs okkar, komust við öll að sömu niðurstöðu: Drottinn elskar þjónustutrúboða og að við erum nákvæmlega þar sem hann vill hafa okkur, að læra og þroskast á sama tíma og við þjónum honum sem hendur hans á jörðu.

Hvernig þjónustutrúboðar byggja Síon

Trúboðar eru mjög mikilvægir í hvaða hlutverki sem þeir þjóna. Við þörfnumst trúboða sem yfirgefa fjölskyldur sínar og heimili í um tvö ár, til að kenna og boða öllum heiminum fagnaðarerindið . Við þurfum samt einnig að byggja Síonarsamfélög, uppfull af kærleika til annarra og þrá til að þjóna og lyfta hinum minnsta þeirra á meðal. Þetta er það sem þjónustutrúboðar gera. Við byggjum Síon með því að skapa menningu kæreiks og þjónustu. Þetta skapar vinarleg, réttlát og uppbyggjandi samfélög fyrir alla meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu – ævilanga meðlimi, nýja trúskiptinga, alla.

Þjónustutrúboð mitt hjá kirkjutímaritunum hefur hjálpað mér að sjá hve sannarlega blessuð ég er. Ég hef getað notað það sem ég hef lært um raunir mínar í lífi mínu til að hjálpa til og lyfta öðrum sem eiga í erfiðleikum. Ég hef reynt að miðla reynslu minni með öðrum og hvetja þannig aðra til að miðla þeirra sögum. Öll börn Guðs eru mikilvæg. Þjónustutrúboð mitt hefur hjálpað mér að veita þeim meiri sæmd og gert mér kleift að elska þau eins og þau eru, er við vinnum að því að koma saman til Krists.

Þjónustutrúboðar verja tíma sínum og orku í að skapa Síon á fjölbreyttan en gagnlegan hátt. Sumir aðstoða við líkamlega þjónustu á stöðum eins og Velferðartorginu eða svæðisbundnum matarbúrum. Það eru trúboðar sem fegra musterislóðirnar og þjóna sem musterisþjónar í musterinu. Sumir dreifa mat til barna sem eiga engan mat þegar skólinn er búinn og þjóna þeim með því að byggja þau upp. Aðrir breiða út fagnaðarerindið og styrkja meðlimina sem hafa þegar meðtekið það. Það eru jafnvel trúboðar sem hjálpa til með viðhald á hinum ýmsu farartækjum kirkjunnar.

Ljósmynd
maður vinnur við bílaviðgerðir

Þjónustutrúboðar þjóna einnig á margan annan hátt eins og að búa til skilti fyrir biskupa í kirkjubyggingum, vinna með kvikmyndaveri kirkjunnar og að þrífa fjölmarga hluti til að verja alla í miðjum Kóvíd faraldrinum. Hver sem okkar ólíku hlutverk eru, þá hjálpumst við öll að við að byggja Síon með því að stuðla að umhverfi kærleika og óeigingjarnrar þjónustu.

Við öll, trúboðarnir, tökum þátt í daglegu ritningarnámi, kennum lexíur, sitjum lexíur og umdæmisráð og styrkjum og lyftum hvert öðru og þeim sem umhverfis eru, hvort sem það er hluti af formlegu verkefni okkar eða ekki.

Eitt af því mikilvægasta sem ég geri er minna tengt formlegu verkefni mínu með efnissöfnun fyrir unga fullorðna fólkið hjá kirkjutímaritunum og meira með að þjóna öðrum trúboðum í hópi mínum á Musteristorgssvæðinu. Ég þjóna með því að sjá til þess að þau upplifi sig séð og heyrð og að þau viti að mér þykir vænt um þau og að þau tilheyri.

Er það ekki það sem allir trúboðar gera? Fullvissa ekki allir trúboðar þá sem umhverfis eru um allan heim að hér í ríki Guðs er mikilvægur og einstaklingsbundinn staður fyrir öll börn hans? Kennslutrúboðar hjálpa til að kenna heiminum að ríki Guðs sé á jörðu og þjónustutrúboðar hjálpa öðrum að sjá hvernig það ríki ætti að vera er við undirbúum seinni komu frelsarans – staður þar sem hjörtu okkar snúa til annarra, staður þar sem við þjónum skilyrðislaust og þar sem við hjálpum öðrum að vita að þeir tilheyri.

Þjóna að hætti frelsarans – með því að liðsinna hinum eina

Hvernig sem við þjónum eða hvar sem við þjónum, þá er það eitt sem allir trúboðar gera – þjóna að hætti Jesús Krists, með því að þjóna þessum eina.

Meira en að uppfylla einstaklingsbundin verkefni okkar, þá er „tilgangur okkar að hjálpa öðrum að koma til Krists með því að þjóna þeim að hætti frelsarans. Við þjónum í sjálfboðavinnu hjá hjálparsamtökum, í kirkjustarfi og innan samfélagsins. Við munum þjóna hinum eina í hans nafni, að hætti hans og tjá kærleiksríka góðmennsku hans.“1

Við þjónustutrúboðar metum mikils orð þessa tilgangs okkar því við vitum að frelsarinn þjónar okkur sem einstaklingum og við höfum upplifað kærleiksríka góðmennsku hans. Ég hef skynjað kærleiksríka góðmennsku frelsarans á trúboði mínu er ég hef kynnst honum betur, er raunir mínar hafa verið gerðar léttari, er vitnisburður minn hefur styrkst og trúboðarnir í kringum mig hafa elskað mig og lyft mér.

Þjónustutrúboðar leitast við að miðla kærleiksríkri góðmennsku Krists með öllum umhverfis þá og við helgum líf okkar einmitt því meðan á trúboði okkar stendur – og það sem eftir er lífs.

Heimildir

  1. Missionary Standards for Disciples of Jesus Christ—Service Missions (Trúboðsstaðlar fyrir lærisveina Jesú Krists – Þjónustutrúboð) (2021), á inni kápusíðu, ChurchofJesusChrist.org.

Prenta