2022
Ritningar: Orð Guðs
júlí/ágúst 2022


„Ritningarnar: Orð Guðs,“ Líahóna, júlí/ágúst.

Helstu trúarreglur

Ritningar: Orð Guðs

Ljósmynd
spámaður í Gamla testamentinu við skriftir

Spámaður í Gamla testamentinu, eftir Judith A. Mehr

Ritningarnar eru helgar bækur sem voru aðallega ritaðar af spámönnum. Ritningarnar bera vitni um Jesú Krist og kenna fagnaðarerindi hans. Opinberar ritningar Kirkjunnar eru Biblían (þar með talið Gamla testamentið og Nýja testamentið), Mormónsbók, Kenning og sáttmálar og Hin dýrmæta perla

Gamla testamentið

Gamla testamentið er heimild um afskipti Guðs af sáttmálsþjóð sinni til forna. Þar má nefna kenningar spámanna svo sem Móses, Jósúa, Jesaja, Jeremía og Daníels. Þó að það hafi verið skrifað hundruðum árum fyrir fæðingu Jesú Krists þá skrifuðu margir spámenn í Gamla testamentinu um hann.

Nýja testamentið

Bækur Nýja testamentisins fjalla um fæðingu, jarðlíf, kenningar og friðþægingu Jesú Krists. Þar má einnig finna kenningar postula Krists og annarra lærisveina. Nýja testamentið hjálpar okkur að skilja hvernig á að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists í dag.

Mormónsbók: Annað vitni um Jesú Krist

Mormónsbók er heimild um sumt af því fólki sem bjó í Ameríku til forna. Þar má finna kenningar frá spámönnum og megin tilgangur hennar er að sannfæra allt mannkyn um að Jesús er Kristur. Spámaðurinn Joseph Smith þýddi hana af gulltöflum með gjöf og krafti frá Guði.

Kenning og sáttmálar

Kenning og sáttmálar innihalda opinberanir sem Joseph Smith og aðrir síðari daga spámenn hafa hlotið. Opinberanirnar lýsa því hvernig kirkja Krists er skipulögð. Þær innihalda einnig mikilvægar kenningar fagnaðarerindisins um prestdæmið, helgiathafnir fagnaðarerindisins og hvað gerist eftir þetta líf.

Hin dýrmæta perla

Í Hinni dýrmætu perlu má finna bækur Móse og Abrahams, vitnisburð Joseph Smiths og Trúaratriði kirkjunnar. Þar er einnig Joseph Smith – Matteus, hluti þýðingar Josephs Smith á Nýja testamentinu.

Nema ritningarnar

Spámenn hafa kennt okkur að læra daglega í ritningunum. Það hjálpar okkur að auka við trú okkar og komast nær himneskum föður og Jesú Kristi. Þegar við lesum ritningarnar með bæn í huga, mun heilagur andi hjálpa okkur að finna svör við spurningum okkar.

Nútíma spámenn

Þegar spámenn og postular í dag tala með krafti heilags anda, eru orð þeirra sem ritningar. Eitt dæmi um það er aðalráðstefna. Við getum lært kenningarnar frá ráðstefnum á netinu í maí og nóvember útgáfum Líahóna.

Prenta