2022
Ritningarnar snúa hjörtum okkar til Guðs
júlí/ágúst 2022


„Ritningarnar snúa hjörtum okkar til Guðs,“ Líahóna, júlí/ágúst, 2022

Kom, fylg mér

2. Konungabók 21–23

Ritningarnar snúa hjörtum okkar til Guðs

Spencer W. Kimball forseti sagði frásögnina um Jósía konung, sem finna má í 2. Konungabók 21–23, „eina bestu frásögnina í öllum ritningunum“ (í Kom, fylg mér – fyrir einstaklinga of fjölskyldur: Gamla testamentið 2022, 129).

Hvernig Jósía konungur fann ritningarnar

Ljósmynd
Jósía konungur býður fólkinu að taka niður skurðgoð

Jósía konungur hreinsar landið af skurðgoðum, © Look and Learn / Bridgeman Images

Jósía varð konungur Júda þegar hann var einungis átta ára gamall. Hann hafði erft ríkið af fólki sem trúði á falsguði en hann vildi fylgja Drottni. Á áttunda ári stjórnartíðar hans skipaði hann að altari og skurðgoð falsguða skyldu eyðilögð um alla Júdeu.

Ljósmynd
fólk les ritningarnar

Jósía, konungur Júdeu, endurreisir tilbeiðslu Guðs í konungsríki sínu, eftir óþekktan listamann, ljósmynd eftir Stefano Bianchetti / Bridgeman Images

Tíu árum síðar bað hann fólk sitt að endurreisa musterið í Jerúsalem, þar sem æðsti presturinn Hilkía fann ritningarnar. Þegar Jósía konungur las bókina fann hann fyrir innblæstri til að fylgja kenningum hennar. Hann safnaði síðan fólki sínu saman og las bókina fyrir það.

Í mjög langan tíma hafi fólkið hert hjörtu sín gagnvart Guði. Ritningar hjálpuðu svo til að snúa hjörtum fólksins aftur til Guðs. Jósía konungur lofaði fólkinu að hann myndi ganga veg Drottins og hlýða boðorðunum.

Prenta