2022
Rými til vaxtar
júlí/ágúst 2022


„Rými til vaxtar,“ Líahona, júlí/ágúst, 2022

Að eldast trúfastlega

Rými til vaxtar

Drottinn vissi að ég myndi þrífast og blómstra á ný.

Ljósmynd
pottablóm

Það höfðu liðið nokkur ár síðan Jerold, maðurinn minn, hafði fallið frá. Krabbameinið hafði komið snögglega og af krafti og hann var farinn eftir þrjá mánuði. Nú var ég að hugsa um hann er ég vann í garðinum mínum.

Þegar ég var að umpotta blómi kom hugsun í huga minn. Áður en skipti mér af, var blómið að þrífast vel. Því leið vel í pottinum sem það var þegar í, en það blómstraði ekki. Ég vissi að ef ég umpottaði blóminu ekki á einhverjum tímapunkti, myndi það líklega hætta að blómstra og jafnvel hætta að vaxa. Það myndi alla vega ekki geta gert sitt besta.

Því ákvað ég að gefa blóminu rými til vaxtar, með því að færa það yfir í stærri pott. Ekki mjög stóran pott – heldur pott sem var einungis um 5 sm stærri að rúmmáli. Ef ég gæfi því of mikið pláss, myndi það verða ofvökvað og deyja af rótarrotnun.

Ljósmynd
vatnskanna

Ég átti von á að blómið myndi eiga erfitt uppdráttar í fyrstu er það reyndi að aðlagast. Því hafði liðið mjög vel, notarlega í pottinum sem það hafði vanist. Það gerði sér ekki grein fyrir því að breytingin myndi hjálpa því að vaxa. Ég þurfti að annast það áfram, veita því gott ljós, vatn og viðbótar næringu sem var nauðsynleg á aðlögunartímanum. Ég vissi að það myndi að lokum þrífast og blómstra aftur.

Þegar ég hugsaði um líf mitt sem ekkju, gerði ég mér grein fyrir því að ég var eins og þetta blóm. Mér hafði liði vel. Ég hafði haft það gott. Þegar eiginmaður minn svo lést, heyrði ég andann hvísla því að mér að ég væri að fara inn í nýtt tímabil vaxtar. Ég átti enn eftir að læra og gera ýmislegt í þessu lífi.

Næstu tvö árin dóu sjö menn til viðbótar í deildinni okkar. Ég hóf að spyrja hinar nýju ekkjur, vinkonur mínar, hvort þær vildu ekki hittast, til að spjalla, hittast, til að þjóna öðrum – svo að hver okkar gæti verið ögn minna einmanna. Engin okkar hefði óskað þess að vera „umpottuð.“ Þegar ég aðlagaðist að jarðnesku lífi án eiginmanns míns, fann ég að ég gat veitt öðrum stuðning í svipuðum aðstæðum. Ég uppgötvaði einnig að það voru mörg tækifæri til að verja tíma með börnum og barnabörnum og fullvissa þau um að fyrir friðþægingu Jesú Krists gæti fjölskylda okkar verið saman á ný í næsta lífi.

Ég hefði aldrei vænst þess vaxtar sem myndi verða hjá mér vegna missis maka míns. Himneskur faðir steig hinsvegar inn og „umpottaði“ mér, gaf mér rými til vaxtar með því að setja mig í ögn stærri pott – ný áskorun sem gaf mér tækfæri til vaxtar.

Ég sakna Jerolds samt dag hvern. Árum síðar þá er þetta mér enn áskorun er ég reyni að aðlagast þeirri breytingu að vera án hans. Ég veit að Drottinn mun annast mig á lífsleiðinni. Með tíma og trausti á hann, mun ég þrífast og blómstra á ný.

Höfundur býr í Idaho, Bandaríkjunum.

Prenta