2022
Með leiðsögn Drottins
júlí/ágúst 2022


„Með leiðsögn Drottins,“ Líahóna, júlí/ágúst.

Frá Síðari daga heilögum

Með leiðsögn Drottins

Í miðju andstreymi komst ég að því að ég get gert erfiða hluti.

Ljósmynd
hjúkrunarfræðingur aðstoðar sjúkling

Myndskreyting eftir Stephanie Hock

Sem svæfingarhjúkrunarfræðingur í varaliði bandaríska sjóhersins í miðjum Kóvid–19 faraldrinum, var ég kallaður út og skráður við færanlegt sjúkrahús við Jacob K. Javits Ráðstefnuhöllina í New York borg, þar sem við sinntum framlínustarfi í hápunkti Kóvíd–19 faraldursins.

Þegar ég hóf starf mitt sóttu mörg áhyggjuefni á huga minn. Ég hafði sérstakar áhyggjur af því að annast sjúklinga og berjast við þennan íþyngjandi vírus.

Mér fannst, eins og Nefí að, „andinn leiddi mig, og ég vissi ekki fyrirfram, hvað gjöra skyldi“ (1. Nefí 4:6). Þessi hugsun hjálpaði mér að treysta á himneskan föður og biðja þess oft að ég myndi heyra rödd hans, fylgja leiðsögn hans og veita sjúklingum mínum þá bestu umönnun sem ég gat.

Á fyrstu næturvaktinni í umönnun, var sjúklingur lagður inn í mjög alvarlegu ástandi. Er ég og samstarfsfélagar mínir tókum að meta ástand hans, uppgötvaði ég fljótlega að hann gat einungis tjáð sig á spænsku. Ég var sá eini sem talaði spænsku, þar sem ég hafði lært hana á trúboði mínu í Venesúela.

Þegar ég hóf að tala við sjúklinginn spurði hann hvort allt myndi verða í lagi. Ég fullvissaði hann og sagði honum að hann væri að fá þá bestu umönnun sem væri möguleg. Ég skynjaði tilfinningu trausts og huggunar í augum hans. Það sem eftir lifði nætur kom ég oft að rúmi hans, gerði mat og setti inn upplýsinar. Innan nokkurra daga lagaðist ástand hans mikið og hann var útskráður.

Í verkefni mínu hitti ég marga sjúklinga sem tjáðu sig að mestu á spænsku. Geta mín til að tala við þá veitti þeim hugarró og fullvissu í bataferli þeirra. 

Þegar ég hugleiði þessa reynslu, að leita himneskrar leiðsagnar til að veita þá bestu umönnun sem ég gat, er ég minntur á ráð öldungs Brooks P. Hales, eins hinna Sjötíu. Hann sagði himneskan föður eiga hlut „í smáatriðum lífs okkar“ og að við ættum „rétt á stöðugum straumi guðlegrar leiðsagnar í gegnum áhrif og innblástur heilags anda.“1

Ég varð mjög meðvitaður um að spænskukunnátta mín væri jafn verðmæt og læknisfræðileg þekking mín. Þegar ég annaðist aðra, öðlaðist ég skýra sýn á að mitt í mótlætinu, og með aðstoð Drottins, get ég gert erfiða hluti.

Heimildir

  1. Brook P. Hales, „Svör við bænum,“ aðalráðstefna , apríl 2019.

Prenta