2022
Drottinn stóð við loforð sitt
júlí/ágúst 2022


„Drottinn stóð við loforð sitt,“ Líahóna, júlí/ágúst, 2022

Frá Síðari daga heilögum

Drottinn stóð við loforð sitt

Hvað fjölskyldu mína og mig varðaði þá komu blessanir Drottins eftir að ég sýndi hlýðni.

Ljósmynd
olíudropar falla í skál

Tveimur mánuðum eftir að ég hafði verið kallaður sem ráðgjafi í stikuráði okkar, missti ég vinnuna. Ég hafði áhyggjur af því hvernig ég ætti að geta séð fyrir eiginkonu minni og tveimur börnum.

Á sama tíma og ég leitaði mér að atvinnu, lagði ég mig fram í köllun minni, sem veitti mér mörg tækifæri til að þjóna bræðrum mínum og systrum. Í raun varð ég svo upptekinn í köllun minni að eiginkona mín velti því fyrir sér hvort að það væri ekki einhver annar í stikunni sem gæti tekið eitthvað af verkefnum mínum.

Einn rigningardaginn, rétt fyrir fjölskyldukvöld okkar, hringdi síminn. Alvarlega veikur bróðir í stikunni þarfnaðist blesunar og ég var beðinn um að vitja hans. Samstundis gerði ég ráðstafanir til að fá vin með mér.

Þegar við komum á staðinn kannaðist ég við hinn veika bróður og var þakklátur fyrir símtalið. Nokkrum dögum áður hafði hann verið í viðtali út af stikuköllun. Eftir að við smurðum hann og blessuðum, sögðum við honum að við myndum koma aftur til að líta til hans.

Ég kom seint heim og var blautur en við höfðum samt tíma fyrir stutta heimilislexíu. Við ákváðum að horfa á myndband um Elía og ekkjuna í Sarefta.

Þegar ekkjan var að undirbúa síðustu fátæklegu máltíðina fyrir sig og son sinn, sagði Elía við hana: „Bakaðu fyrst lítið brauð og færðu mér, síðan skaltu matreiða handa þér og syni þínum.“ Fyrir hlýðni hennar „[tæmdist] mjölkrukkan …ekki … , olíukrúsin [þornaði ] ekki … fyrr en Drottinn [lét] rigna á jörðina“ (1. Konungabók 17:13–14).

Orð Elía „færðu mér [fyrst]“ snertu hjarta mitt. Með tár í augunum sagði ég við eiginkonu mína: „Það er málið! Fyrst verðum við að gera allt sem Drottinn býður og þá munu blessanirnar fylgja.“

Á sama hátt og uppfylling loforða Elía til ekkjunnar þá „þornaði“ matur okkar og olía ekki upp á meðan ég var atvinnulaus. Drottinn þekkti erfiða fjárhagsstöðu okkar og blessaði okkur. Morgunin eftir þetta fjölskyldukvöld bauðst mér starf.

Ég veit að Drottinn heldur loforð sín. Vegna þessarar reynslu er trú mín sterk, sama á við um þakklæti mitt til hans.

Prenta