2022
Hafa hugrekki til að hafa samband
júlí/ágúst 2022


„Hafa hugrekki til að hafa samband,“ Líahóna, júlí/ágúst, 2022

Reglur hirðisþjónustu

Hafa hugrekki til að hafa samband

Guð mun nota okkur til að gera gæfumuninn ef við sigrumst á óttanum.

Ljósmynd
tveir menn spjalla og brosa

Sem trúaðir einstaklingar höfum við mikla þörf fyrir hugrekki á þessum tímum, jafnvel í hirðisþjónustu okkar. John (nöfnum hefur verið breytt) var gefið það verkefni að þjóna Peter, meðlim sem kom aldrei á deildarsamkomur. John var óöruggur með að hafa samband við Peter þar sem hann hafði ekki hitt hann áður og þekkti ekki sögu hans. Þegar hann minntist þess ráðs að „elska, miðla og bjóða“ bað John um leiðsögn og ákvað að vinna að því að verða einlægur vinur Peters Hann varði tímanum við að kynnast Peter, með því að heimsækja hann oft, hringja í hann og að bjóða honum stundum út í morgunmat. John kynntist Peter vel og Peter öðlaðist trú á vinskap þeirra. Þegar hann þarfnaðist aðstoðar þá var það honum eðlilegt að hafa samband við John, sem brást fúslega við.

Dag einn fann John fyrir þeim innblæstri að Peter væri kannski tilbúinn að vera boðið aftur til kirkjunnar. Í einni heimsókn þeirra, setti hann fram þá hugmynd á eðlilegan hátt. Peter hikaði. „Ég hef ekki komið í kirkju í 17 ár,“ sagði hann. „Veistu, ég held að ég láti slag standa.“ Þegar Peter kom í deildina var John til staðar til að bjóða hann velkominn og sitja hjá honum. John var þakklátur því að hafa sigrast á óöryggi sínu í fyrstu. Í gegnum þetta átak, öðluðust báðir menn einlæga vináttu sem blessaði líf þeirra.

Í trausti Guðs skal áfram sótt.

Ljósmynd
Ester frammi fyrir konungi

Ester frammi fyrir konungi, eftir Minervu K. Teichert

Sagan af Ester í Gamla testamentinu (sjá Ester 1–10) kennir margar kenningar en kannski er hún best þekkt sem saga hugrekkis. Ester var mjög ung stúlka af Gyðingaættum þegar hún var valin til að vera drottning og sýndi mikið hugrekki þegar hún hætti lífi sínu til bjargar þjóð sinni.

Með blekkingum hafði konungurinn verið ginntur til að gefa út yfirlýsingu um að drepa ætti alla Gyðinga í ríkinu. Ester varð hugsað um áætlun sem krafðist mikils hugrekkis og kynni að vera eini möguleikinn til að fá konung til að skipta um skoðun.

Það að nálgast konung án þess að fá formlegt boð gat, samkvæmt hefðum menningar hennar, valdið dauðadómi. Í hugrekki hélt hún samt áfram með áætlun sína og bað þjóð sína að fasta með sér (sjá Esterarbók 4:16). Fyrir það að sýna hugrekki í verki og fyrir verk annarra, var henni mögulegt að fá konung til að taka yfirlýsingu sína tilbaka. Bænum Esterar og þjóðar hennar var svarað.

Við getum horft til Esterar sem fordæmis um hugrekki, jafnvel í hirðisþjónustu, er við leggjum ótta okkar til hliðar til að kynnast einhverjum og jafnvel hjálpa þeim í áskorunum þeirra.

Reglur til að hafa í huga

Hvað getum við gert ef við finnum okkur fyrir utan þægindarramma okkar þegar við þjónum?

Hvað getum við gert?

Hafa hugrekki til að hafa samband Hvort sem það sé gert til að kynnast einhverjum eða til að bjóða þeim að gera eitthvað sem gæti blessað líf þeirra, þá mun Guð hjálpa ykkur.

Prenta