„Einhuga sem systur og bræður í Kristi,“ Líahóna, sept. 2023.
Velkomin í þessa útgáfu
Einhuga sem systur og bræður í Kristi
Raddir bæði kvenna og karla eru nauðsynlegar til að uppfylla verk Drottins. Þó einstök, þá bætum við hvert annað upp, einhuga í sameiginlegu markmiði okkar að vera lærisveinar Krists.
Mismunur okkar þarf ekki að draga úr þessu markmiði. Mismunur okkar felst í stað þess í hæfileikum okkar og framlagi, sem saman styrkir áhrif okkar á heimslægt verk sáluhjálpar og upphafningar. Öldungur Gerrit W. Gong, í Tólfpostulasveitinni, skrifar í þessu tölublaði: „Við [komumst] að betri niðurstöðu og gengur betur í þjónustu Drottins þegar við metum framlag hvers annars og störfum í sameiningu, bræður og systur í verki hans“ (bls. 4). Hvernig öðlumst við slíkan einhug? Við verðum að hafa trú á að Drottinn geti unnið með mismun okkar til góðs í ríki hans.
Í grein minni á bls.8, deili ég því sem ég hef lært af frásögninni af konunni frá Kanaanslandi í Nýja Testamentinu, sem leitaði til frelsarans um lækningu fyrir dóttur hennar. Konan var ekki af Ísraelsætt. Hún hafði hins vegar trú á því að kraftur Drottins gæti læknað barn hennar og þessi undraverða trú sameinaði hana sáttmálsfólki og varð valdandi að kraftaverki.
Horfum til Drottins í öllu sem við gerum með „hjörtu … tengd böndum einingar og elsku hver til annars“ (Mósía 18:21). Við höfum þau forréttindi að læra af máttugum mismun hvers annars og meta hann eins og Kristur gerir. Hve þakklát ég er fyrir að eiga frelsara sem heyrir hinar einstöku raddir allra sauða sinna.
Virðingarfyllst,
Systir Camille N. Johnson
aðalforseti Líknarfélagsins