„Bréf Páls postula, annar hluti,“ Líahóna, sept. 2023.
Kom, fylg mér
Bréf Páls postula
Annar hluti
Efesusbréfið
-
Til kirkjumeðlima í Efesus (borg í Tyrklandi nútímans)
-
Skrifað í Róm um 60–62 e.Kr.
-
Tilgangur: Til að kenna trúskiptingum, stuðla að einingu og hvetja hina heilögu að standa gegn hinu illa
-
Lykilkenningar: Ráðstöfunin í fyllingu tímanna, sáluhjálp fyrir náð, skipulagning og tilgangur kirkjunnar og agi í heimilislífi
Filippíbréfið
-
Til kirkjumeðlima í Filippí (borg í Grikklandi nútímans)
-
Skrifað í Róm um 60–62 e.Kr.
-
Tilgangur: Að hrósa hinum heilögu fyrir trú sína og fórn og vara gegn spilltum kristnum einstaklingum
-
Lykilkenningar: Lögmál réttláts lífernis, leita til Krists fyrir sáluhjálp og fórna fyrir fagnaðarerindið
Kólossubréfið
-
Til kirkjumeðlima í Kólossu (borg í Tyrklandi nútímans)
-
Skrifað í Róm um 60–62 e.Kr.
-
Tilgangur: Vara fólk við hroka og leggja áherslu á að endurlausn komi fyrir tilstuðlan Krists
-
Lykirkenningar: Eðli Krists, byggja undirstöðu á honum og þroska kristilega eiginleika
1. Þessalóníkubréf
-
Til kirkjumeðlima í Þessalóníku (borg í Grikklandi nútímans)
-
Skrifað í Korintu (borg í Grikklandi nútímans) um það bil 50–51 e.Kr.
-
Tilgangur: Veita hvatningu og svara spurningum um seinni komu hans
-
Lykilkenningar: Elska hver annan, upprisan og seinni koman
2. Þessalóníkubréf
-
Til kirkjumeðlima í Þessalóníku (borg í Grikklandi nútímans)
-
Skrifað í Korintu (borg í Grikklandi nútímans) um það bil 50–51 e.Kr.
-
Tilgangur: Styrkja trú og útskýra misskilning um seinni komuna
-
Lykilkenningar: Örlög hinna óréttlátu, hið mikla fráhvarf og mikilvægi þess að vinna og þéna nægilega til að sinna grunnþörfum