„Hvernig einfalda ég líf mitt til að einblína á Krist?“ Líahóna, sept. 2023.
Kom, fylg mér
Hvernig einfalda ég líf mitt til að einblína á Krist?
Páll postuli kennir okkur að leggja áherslu á „[einlæga] tryggð við Krist“ (2. Korintubréf 11:3).
Hafið þið einhvern tíma staðið ykkur að því að gera fagnaðarerindi Jesú Krists flóknara en það er? Stundum einbeitum við okkur svo mikið að ytra útliti eða smáatriði að við verðum yfirbuguð.
Einfaldið nálgun ykkar
Öldungur Dieter F. Uchtdorf, í Tólfpostulasveitinni, leggur þetta fram: „Ef þið teljið einhvern tímann að fagnaðarerindið sé ekki að virka vel fyrir ykkur þá býð ég ykkur að taka eitt skref afturábak, horfa á líf ykkar af hærri sjónarhóli og einfalda nálgun ykkar á lærisveinahlutverkinu. Einblínið á grundvallarreglur, kenningar og hagnýtingu fagnaðarerindisins. Ég lofa að Guð mun leiða og blessa ykkur á vegi ykkar til fyllra lífs og fagnaðarerindið mun vissulega virka betur fyrir ykkur“ („Það virkar dásamlega!,“ aðalráðstefna, okt. 2015).
Hver er ein grundvallarkenning, regla eða beiting fagnaðarerindisins sem þið getið lagt áherslu á í þessari viku?