„Annast hina þurfandi,“ Líahóna, sept. 2023.
Helstu trúarreglur
Annast hina þurfandi
Hann læknaði marga af hvers kyns sjúkdómum, eftir J. Kirk Richards, óheimilt að afrita
Sem meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, fylgjum við kenningu Drottins um að annast hina þurfandi. Við önnumst aðra með að þjóna þeim, hjálpa þeim að verða sjálfbjarga og miðla því sem við höfum.
Fordæmi Jesú Krists
Jesús Kristur elskaði, huggaði og bað fyrir þeim sem kringum hann voru. Hann „gekk um [og] gjörði gott“ (Postulasagan 10:38). Við getum fylgt í fótspor hans með því að elska, hugga, þjóna og biðja fyrir þeim sem í kringum okkur eru. Við getum ávallt verið vakandi fyrir leiðum til að hjálpa öðrum.
Hirðisþjónusta
Orðið þjónusta er notað í ritningunum og í kirkju Drottins til að lýsa því hvernig við önnumst hvert annað. Prestdæmishafar eru skipaðir sem þjónandi bræður fyrir hvern einstakling eða fjölskyldu í deildinni eða greininni. Hverri fullorðinni konu er úthlutuð þjónandi systir. Þjónandi bræður og systur tryggja að munað sé eftir öllum meðlimum og að annast sé um þá.
Hjálpa öðrum að verða sjálfbjarga
Við getum hjálpað fjölskyldumeðlimum og vinum að verða sjálfbjarga með því að hvetja þá til að finna langtímalausnir við vandamálum þeirra. Við getum síðan stutt þá er þeir vinna að markmiðum sínum. Finnið fleiri upplýsingar um sjálfsbjörg í ágústútgáfunni 2023 af Líahóna greininni Grundvallaratriði fagnaðarerindisins.
Þjóna öðrum
Það eru margar leiðir til að þjóna þeim sem umhverfis eru og mæta stundlegum, andlegum og tilfinningalegum þörfum þeirra. Það getur hjálpað okkur að vita hvernig skuli þjóna öðrum betur, ef við lærum um þá. Við getum einnig beðið fyrir leiðsögn til að vita hvernig við getum hjálpað til.
Miðla því sem við höfum
Við getum þjónað öðrum með að miðla því sem Guð hefur blessað okkur með. Til dæmis, getum við gefið örlátlega í föstufórn eða gefið í Mannúðarstarfssjóð kirkjunnar. Við getum einnig þjónað í samfélagi okkar og í kirkjuköllunum okkar.
Skyldur kirkjuleiðtoga
Biskupinn hefur yfirumsjón með umönnun þeirra sem eru í deild hans. Hann getur nýtt fjármagn úr föstufórnum til að hjálpa meðlimum með þarfir sínar. Aðrir leiðtogar, þar á meðal ráðgjafar hans og forsætisráð Líknarfélaga og öldungasveita, hjálpa meðlimum að finna úrræði sem þeir geta notað til að mæta þörfum þeirra.
Mannúðarstarf kirkjunnar
Kirkjan hjálpar fólki um allan heim með neyðarviðbragði, samfélagsverkefnum og öðrum verkefnum eins og hreinu vatni og bólusetningum. Til að læra meira, sjá Dallin H. Oaks, „Aðstoð við hina fátæku og aðkrepptu,“ aðalráðstefna, okt. 2022.