2023
Horfið til Guðs til að öðlast tilgang og leiðsögn
September 2023


„Horfið til Guðs til að öðlast tilgang og leiðsögn,“ Líahóna, sept. 2023.

Fyrir foreldra

Horfið til Guðs til að öðlast tilgang og leiðsögn

fjölskylda á bæn

Kæru foreldrar,

faðir okkar á himnum hefur ekki sent okkur til jarðar án leiðsagnar. Við getum leitað til Guðs til að öðlast tilgang og leiðsögn í gegnum guðlegar gjafir ritninga, bænar, lifandi spámanna, hvert annað og fleira. Þegar þið lesið þetta eintak af Líahóna, hugleiðið þá þau úrræði sem hann hefur veitt okkur til að hjálpa okkur að hafa tilgang í þessu lífi og snúa aftur til hans í því næsta.

Trúarlegar umræður

Sameinað hlutverk okkar í áætlun Guðs

Sem fjölskylda, getið þið lesið 1. Korintubréf 11:11 og rætt merkingu þess. Miðlið hluta greinar öldungs Gerrits W. Gong (bls. 4), sem útskýrir það sameinaða hlutverk sem karlar og konur hafa í sáluhjálparáætluninni. Hvernig geta ólíkir eiginleikar okkar sameinað okkur frekar en að sundra?

Lækningarmáttur trúar

Lesið saman Matteus 15:21–28 sem talar um kanversku konuna. Hvers vegna haldið þið að trú hennar hafi leitt til þess að dóttir hennar læknaðist? Lesið hluta greinar Camille N. Johnson forseta á bls. 8 til að skilja betur hlutverk auðmýktar og trúar í að meta kraft Drottins.

Daglegar áminningar um Jesú Krist

Spyrjið fjölskyldu ykkar: Hvernig minnist þið frelsarans í lífi ykkar? Lesið lykilatriði úr greininni á bls. 38 varðandi mikilvægi þess að muna. Hugleiðið að stilla upp mynd eða tilvitnun á heimili ykkar, sem minnir ykkur á Krist.

Kom, fylg mér Fjölskylduskemmtun

Minnist blessana Krists dag hvern

1. Korintubréf 15

Páll kenndi hinum heilögu í Korintu „að Kristur dó vegna synda okkar, … að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi“ (1. Korintubréf 15:3–4). Hann hvatti þá til að „[halda] fast við“ (1. Korintubréf 15:2) fagnaðarerindið sem hann hafði kennt þeim. Bjóðið fjölskyldu ykkar að spila þennan minnisleik:

  1. Gefið öllum tíma til að skrifa niður stutt svar við eftirfarandi spurningu: Nefnið blessun fagnaðarerindisins sem þið njótið vegna friðþægingar frelsarans. (Fyrir frekari hugmyndir, sjá 1. Korintubréf 15:19–29.)

  2. Skiptist á að deila því sem þið skrifuðuð niður og endurtaka eftir minni það sem einstaklingurinn á undan ykkur skrifaði.

Umræða: Hvernig getum við betur munað blessanir þær sem Kristur hefur gefið okkur? Hugleiðið að búa til fjölskylduáætlun til að hugsa upp eitthvað eitt, daglega, sem Kristur hefur blessað líf ykkar með.