2023
Skilja loks hvað það er að vera elskuð af Guði
September 2023


„Skilja loks hvað það er að vera elskuð af Guði,“ Líahóna, sept. 2023.

Ungt fullorðið fólk

Skilja loks hvað það er að vera elskuð af Guði

Ég hafði misst sjónar á valdinu að þekkja mitt guðlega auðkenni.

andlit stúlku með tár

Myndskreyting: Alecia Schubert

Þegar ég var ung, flutti fjölskylda mín frá Ungverjalandi til Þýskalands. Ég var spennt að flytja þangað en þetta enduðu með að vera erfiðustu 9 ár ævi minnar.

Ég átt erfitt með að læra þýsku og ég hef ávallt verið frekar viðkvæm og þetta tvennt gerði mig opna fyrir einelti. Sjálfsvirðing mín hrundi verulega. Er tíminn leið, fannst mér ég fara varhluta af kærleika og átti litla von fyrir framtíðina. Ég velti því fyrir mér hvort að heimurinn væri betri án mín í honum og stundum hugleiddi ég sjálfsvíg.

Samt vissi ég, í gegnum alla þessa þjáningu, að mér hefði verið gefið þetta líf í ákveðnum tilgangi, jafnvel þó að ég skildi hann ekki fyllilega. Ég vissi að ég gæti fundið ljós frelsarans, jafnvel á myrkustu stundum (sjá Eter 12:4). Þegar heimurinn virtist vera að snúa baki sínu við mér, vissi ég hvar ég gæti fundið hann og hvað hann gæti gert fyrir mig ef ég leitaði hans í ritningunum, bæn og gerði mitt besta til að vera lærisveinn hans. Það var virkilega í gegnum það að lifa eftir fagnaðarerindi hans sem veitti mér hvers kyns frið og hjálpaði mér að halda áfram á þessum erfiðu tímum.

Sannleikur sem ég hafði misst sjónar á

Loksins fluttum við fjölskylda mín aftur til Ungverjalands. Ég hafði útskrifast úr menntaskóla og þó að eineltisdögum mínum væri lokið, skorti mig enn sjálfstraust. Eftirköstin frá því að hafa þolað svona illa meðferð höfðu veruleg áhrif á mig og stundum efaðist ég um virði mitt.

Sem ungur fullorðinn einstaklingur, langaði mig virkilega að vera sjálfsörugg í því að taka stórar ákvarðanir um líf mitt og um það sem mig langaði að áorka í lífinu.

Á sama tíma og ég barðist við þetta, fann ég fyrir hvatningu um að fara á ráðstefnu fyrir unga einhleypa í Austur-Evrópu. Ég þarfnaðist andlegrar leiðsagnar í lífi mínu til að hjálpa mér að styrkja sjálfsvirðingu mína og ég bað þess að finna svör þarna.

Kvöld eitt á ráðstefnunni fékk ég gæsahúð á handleggina þegar ræðumaður á kvöldvöku hóf ræðu sína á því hvernig hann hefði upplifað einelti í æsku. Hann talaði um það hvernig honum hefði fundist hann einskis virði og ósýnilegur. Ég fór þegar að skæla.

Hann lýsti nákvæmlega því sem ég hafði upplifað.

Ræðumaðurinn hélt áfram og miðlaði þeim sannleika sem hann hafði haldið sér fast í, í gegnum erfiðleika sína – sannleika sem ég hafði misst sjónar á:

„Guðs barnið eitt ég er.“

Fagna mínu guðlega auðkenni

Þegar kvöldvökunni lauk, runnu enn tár niður andlit mitt. Ræðumaðurinn tók eftir því og kom til að leggja handlegg sinn utan um mig. Hann sagði mér að hann kæmi yfirleitt ekki sjálfur til að tala á kvöldvökum en að honum hafi fundist hann knúinn til þess, að það væri ein persóna sem þarfnaðist þess að heyra boðskap hans.

Ég var sú persóna.

Þessi reynsla sýndi mér hve meðvitaður himneskur faðir er um börn sín og að hann veit nákvæmlega hvernig að ná til okkar, svo að við getum upplifað jafnvel aðeins brot af fullkominni elsku hans sem foreldri. Hann vissi að ég þarfnaðist þess að heyra boðskap þessa ræðumanns og hafði beint mér til að vera á réttum stað á réttum tíma.

Ég hafði þekkt setninguna, „guðs barnið eitt ég er“ alla mína ævi en sannleikur hennar tengdi aðeins fyllilega við sál mína á þessari stundu. Ég gerði mér sannarlega grein fyrir því hvað það er að vera barn fullkomins Guðs sem elskar okkur svo mikið að hann var fús til að fórna sínum eigin syni svo að við gætum lifað á ný og verið endurleyst frá syndum okkar. Sem elskar mig svo mikið að hann er með mér í gegnum sársauka, þó hann geti ekki alltaf verndað mig frá honum, og getur hjálpað mér að rísa ofar honum, vaxa frá honum og snúa aftur til sín.

Hann elskar mig nú og hann elskaði mig óendanlega í gegnum eineltisár mín, þegar mér fannst eins og enginn annar gerði það. Ég veit nú að það var vegna þess að ég þekkti þennan sannleika djúpt í hjarta mér, að ég valdi að halda áfram.

Russell M. Nelson forseti kenndi nýlega um kraft þess að þekkja okkar guðlega sjálf. Hann sagði: „Kæru vinir mínir, þið eruð bókstaflega börn Guðs. … En er sá eilífi sannleikur greyptur á hjörtu ykkar? …

Látið ekki blekkjast: Möguleikar ykkar eru guðdómlegir. Með kostgæfinni leit mun Guð veita ykkur leiftursýn af því hver þið gætuð orðið.“1

Nú þegar ég stend mig að því að efast um sjálfsvirði mitt, minni ég sjálfa mig alltaf á það að ég er barn Guðs og að líf mitt er gjöf frá honum.

Hafið hugfast að þið eruð barn Guðs. Gleymið aldrei þeim styrkjandi, ummyndandi og stórkostlega andlega krafti sem kemur frá því að fagna þeim sannleika.

Höfundur býr í Szeged, Ungverjalandi.

Glósa

  1. Russell M. Nelson, „Choices for Eternity,“ (heimslæg trúarsamkoma fyrir ungt fullorðið fólk, 15. maí 2022), broadcasts.ChurchofJesusChrist.org.