2023
Lækning í musterinu
September 2023


„Lækning í musterinu,“ Líahóna, sept. 2023.

Frá Síðari daga heilögum

Lækning í musterinu

Í musterinu fann ég djúpa fullvissu um að Drottinn elskar mig og er meðvitaður um baráttu mína.

Ljósmynd
hjón fyrir framan musteri

Ljósmynd birt með leyfi höfundar; bakgrunnsmynd af Durban-musterinu, Suður-Afríku, eftir Matthew Reier

Fyrsti sonur okkar fæddist andvana. Níu mánuðum áður en að Durban-musterið í Suður-Afríku var vígt árið 2020, var annar sonur okkar andvana.

Á þeim tíma fannst mér ég vera eins og Hanna í Gamla testamentinu. Ég var „full örvæntingar [og] bað … til Drottins, … [og] grét sáran“ (1. Samúel 1:10–11).

Mér fannst ég hjálparvana og reið og ég upplifði ólýsanlegan sársauka. Ég barðist tilfinningalega, líkamlega og andlega. Að halda í járnstöngina var eins og að halda í þráð sem var hægt og sígandi að renna úr höndum mér. Ég var sannarlega „í bræðsluofni þjáningarinnar“ (Jesaja 48:10).

Ég er svo þakklát fyrir að hafa hlotið aðstoð og lækningu frá fjölskyldu minni, úr ritningunum og með bæn. Ég fékk einnig hjálp frá ráðgjöfum. Hápunktur lækningar minnar kom hins vegar í musterinu.

Þegar ég hóf að þjóna í musterinu, fór ég að fyllast af auknu ljósi. Mér fannst ég eiga heima þarna. Í musterinu fann ég einnig djúpa fullvissu um að Drottinn elskar mig og er meðvitaður um baráttu mína.

Þegar ég hélt áfram að þjóna í húsi Drottins, fór ég að skoða nöfn áa minna á annan hátt. Þau voru ekki bara nöfn. Ég gerði mér til dæmis grein fyrir því að einn ái minn var dóttir, móðir, amma, frænka, systir og systkinabarn. Fráfall hennar hlýtur að hafa verið erfitt fyrir eftirlifandi ættingja. En þær blessanir sem eru í boði fyrir þennan áa með heilögum staðgengilshelgiathöfnum, standa fyrir mikla og indæla gleði sem yfirskyggir hvern þann sársauka sem eftirlifandi ættingjar hennar gætu hafa upplifað við dauða hennar.

Þessi skilningur hefur blessað mig er ég hef hugsað um dýrmætu drengina okkar, eilíft eðli sála okkar og sáluhjálparáætlun himnesks föður. Það að missa drengina okkar, hvatti mig til að gera mitt besta í að lifa eftir fagnaðarerindinu.

Sumir dagar eru öðrum erfiðari. Það hjálpar mér hins vegar að gera þá daga auðveldari, að halda í sáttmálsloforð mín.

Til að fá orð Russells M. Nelson forseta að láni: „Við söknum [sona] okkar mikið. Við höfum þó engar áhyggjur af [þeim], sökum hins endurreista fagnaðarerindis Jesú Krists. Með því að halda áfram að heiðra sáttmála okkar við Guð, lifum við í þeirri von að eiga aftur samvist við [þá].“1

Heimildir

  1. Russell M. Nelson, „Kom, fylg mér.“,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

Prenta