„Hvernig getum við betur sameinað söfnuði okkar?“ Líahóna, sept. 2023, 44.
Kom, fylg mér
Hvernig getum við betur sameinað söfnuði okkar?
Páll heyrði að það var sundrung meðal kirkjumeðlima í Korintuborg (sjá 1. Korintubréf 11:18). Í svari sínu bað hann þá í bréfi að „ekki yrði ágreiningur [aðskilnaður] í líkamanum [kirkjunni]; heldur skyldu [með]limirnir bera sameiginlega umhyggju hver fyrir öðrum“ (1. Korintubréf 12:25).
Við getum sýnt sömu „umhyggju hver fyrir öðrum“ með óeigingjarnri elsku og kærleika. Páll lagði til nokkrar leiðir til að gera svo, til þess að meiri eining sé í samböndum okkar.
Fagna og hryggjast með öðrum
„Og hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir limirnir með honum, eða einn limur er í hávegum hafður, samgleðjast allir limirnir honum“ (1. Korintubréf 12:26).
Gera óeigingjarnt þjónustuverk.
„Enginn hyggi að eigin hag heldur hag annarra“ (Þýðing Josephs Smith, 1. Korintubréf 10:24 [í 1. Korintubréf 10:24, neðanmálstilvísun b]).
Sameinum vitnisburð okkar um frelsarann.
„Af því að brauðið er eitt, erum vér hin mörgu einn líkami því að vér eigum öll hlutdeild í hinu eina brauði [Krists]“ (1. Korintubréf 10:17).
Elskið alla.
„Verið hvorki Gyðingum né Grikkjum né kirkju Guðs til ásteytingar“ (1. Korintubréf 10:32).