2021
Tengjast
Júlí 2021


„Tengjast,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2021, innanverð fremri kápusíða.

Tengjast

Orin S.

17, Bresku-Kólumbíu, Kanada

Ljósmynd
piltur

Ljósmynd: Christina Smith

Fjölskylda mín fór í siglingu og sá ekki til lands í meira en þrjár vikur. Þegar tvær vikur voru liðnar skall á mikill stormur. Seglin okkar rifnuðu, öldurnar skullu á þilfarinu og kaffærðu algjörlega fremri hluta bátsins. Þar að auki var drykkjarvatnið nánast búið – ef við kæmumst lífs af frá storminum, þyrftum við að hafa áhyggjur af því.

Fjölskylda mín þjappaði sér saman á eina þurra blett bátsins og baðst fyrir í næstum heila klukkustund. Ég vissi ekki hvort við myndum lifa nóttina af, en ég vissi að sama hvað gerðist, þá yrði ég áfram með fjölskyldu minni, þar sem við vorum innsigluð.

Þegar bæn okkar lauk, sáum við að bæði vindinn og ölduganginn hafði lægt. Stuttu síðar tók að hellirigna, sem er afar sjaldgæft á þessum slóðum hafsins. Við notuðum segldúk til að fylla á vatnsgeymana okkar og náðum á ótrúlegan hátt nægu vatni sem dugði út ferðina.

Þessi upplifun sýndi mér hversu máttug bænin getur verið og hversu annt himneskum föður er um okkur. Þegar ég hugsa til þessa storms, þá veit ég að fagnaðarerindið er satt og raunverulegt.

Prenta