„Hvers vegna þið ættuð að vera vonglöð,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2021, 6.
Kom, fylg mér
Hvers vegna þið ættuð að vera vonglöð
Gleðjist! Drottinn hefur gefið ykkur ástæður til þess.
Drottinn hefur veitt okkur mörg boð. Hann endurtekur oft þau mikilvægustu. (Hversu oft hefur hann t.d. sagt eitthvað eins og „Komið til mín“?)
Eitt boð hans, sem þið finnið endurtekið í ritningunum er: „Verið vonglöð.“
Drottinn segir þetta stundum þegar fólk hans reynir að fylgja honum, en tekst á við mótlæti og raunir. Þegar Drottinn býður okkur að vera vonglöð, þá gefur hann okkur yfirleitt ástæður fyrir hvatningu sinni til okkar um að vera glöð. Hann sagði t.d. einu sinni:
„Verið … vonglaðir, því að ég mun leiða yður. Ríkið er yðar og blessanir þess eru yðar og auðæfi eilífðarinnar eru yðar“ (Kenning og sáttmálar 78:18).
Skoðum þetta frekar:
„Verið … vonglaðir, því [ástæða 1] að ég mun leiða yður. [Ástæða 2] Ríkið er yðar og [ástæða 2a] blessanir þess eru yðar og [ástæða 3] auðæfi eilífðarinnar eru yðar“ (Kenning og sáttmálar 78:18).
Drottinn minnir okkur hér á leiðsögn sína og blessanir. Þetta eru nokkuð góðar ástæður fyrir því að vera vonglöð.
Hér er annað dæmi:
„Verið vonglöð, litlu börn, því að [ástæða 1] ég er mitt á meðal yðar og [ástæða 2] ég hef ekki yfirgefið yður“ (Kenning og sáttmálar 61:36).
Enn annað:
„Verið þess vegna vonglaðir og óttist ei, því að [ástæða 1] ég, Drottinn, er með yður og [ástæða 2] [ég] mun standa með yður“ (Kenning og sáttmálar 68:6).
Drottinn minnir okkur á að hann er okkur nærri og vill hjálpa okkur er við leggjum okkur fram við að fylgja honum og vinna verk hans. Við getum þá haldið leiðar okkar örugg og hughraust. Áætlun himnesks föður er þrátt fyrir allt „sæluáætlun“ (Alma 42:8, 16) og að fylgja boðorðum Drottins er að lifa „eftir leiðum hamingjunnar“ (2. Nefí 5:27).
Jafnvel ef raunir okkar taka að íþyngja okkur, þá hvetur Drottinn okkur til að vera vonglöð, ef við þráum að fylgja honum. Hann gefur okkur líka góðar ástæður fyrir því.