2021
Þið getið komist þangað!
Júlí 2021


„Þið getið komist þangað!“ Til styrktar ungmennum, júlí 2021, 24–26.

Kom, fylg mér

Þið getið komist þangað!

Við verðum að minnast alls þess sem himneskur faðir og Jesús Kristur hafa gert – og þess sem þeir halda áfram að gera – til að hjálpa okkur að erfa himneska ríkið.

Kenning og sáttmálar 76

Ljósmynd
stúlka

„Ég? Í himneska ríkið? Ég held ekki að ég geti komist þangað.“

Hefur slík hugsun nokkurn tíma hvarflað að ykkur? Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort við séum nógu góð, sérstaklega þegar við virðumst vera svo langt frá því að vera fullkomin. Stundum líður okkur eins og ekki sé hægt að komast í himneska ríkið!

Ekki fyllast vonleysi. Tilgangur áætlunar himnesks föður er að hjálpa ykkur að verða eins og himneskur faðir og Jesús Kristur og búa með þeim í himneska ríkinu. Þið eruð í mikið betri stöðu en þið haldið. M. Russell Ballard forseti, starfandi forseti Tólfpostulasveitarinnar, minnti okkur á að það að búa með þeim á ný „er þó meira en bara okkar markmið – það er líka þeirra markmið.”1

Himneskur faðir og Jesús Kristur vilja það meira en nokkuð annað að við búum öll í himneska ríkinu með þeim og fjölskyldum okkar. Góðu fréttirnar eru þær að við þurfum ekki að komast þangað einsömul. Þegar við komum til Krists og fylgjum honum, þá hljótum við þann styrk og þá hjálp sem við þörfnumst. Vegna friðþægingar hans er ekki aðeins mögulegt að erfa himneska ríkið, heldur er það líklegt.

Með hans liðsinni getið þið þetta! Þið getið komist þangað!

Áætlun Guðs er fyrir alla

Til að ganga inn í himneska ríkið þurfum við að hafa trú á Jesú Krist og leitast eftir því að auka við þá trú. Við verðum að sækjast eftir því að breytast og iðrast daglega. Við verðum að skírast og meðtaka gjöf heilags anda – og minnast Jesú Krists reglulega ásamt því að endurnýja sáttmála okkar. Við verðum að standast allt til enda. Ef þetta er eitthvað sem þið þráið og keppist að, þá eruð þið á réttri leið til að vera meðal þeirra sem erfa himneska ríkið.

Þar að auki hefur Dallin H. Oaks forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, kennt að þeir sem eru verðugir hæsta stigs himneska ríkisins eru „þeir sem mætt hafa æðstu kröfum þess dýrðarríkis, þ.m.t. trúfestu við sáttmálana sem gerðir voru í musteri Guðs og eilífu hjónabandi.“2 (Þið getið lært meira um þetta með því að lesa Kenningu og sáttmála 76:50–70, 92–96).

Ef þetta veldur ykkur áhyggjum eða lætur ykkur hugleiða undirbúning ykkar til að erfa himneska ríkið, munið þá að þetta er langferð. Hvern dag sem við veljum að verða líkari himneskum föður og Jesú Kristi færumst við nær því að verða himneskari einstaklingur – og nærri himneska ríkinu. Auðvitað verður okkur öllum á, við gerum mistök og syndgum. Lykillinn er að reiða okkur Jesú Krist er við iðrumst daglega. Ferðalagið er vænlegt vegna alls þess sem hann og himneskur faðir hafa gert – og þess sem þeir halda áfram að gera – til að hjálpa okkur að komast þangað.

Við höfum frelsarann

Ljósmynd
Jesús Kristur

Frelsarinn býr okkur leið til að snúa aftur til himnesks föður. Joseph Smith lýsti þeim sem í himneska ríkinu búa sem „[þeim], sem veittu vitnisburðinum um Jesú viðtöku“ og að þeir hafi verið „fullkomnir gjörðir fyrir Jesú … sem leiddi til lykta þessa fullkomnu friðþægingu með því að úthella sínu eigin blóði“ (Kenning og sáttmálar 76:51, 69).

Að fullkomnast í Jesú Kristi þýðir ekki að við munum aldrei nokkurn tímann gera mistök. Það þýðir að við iðrumst og reynum að gera örlítið betur á hverjum degi, reiðum okkur á frelsarann og kraft friðþægingar hans til að hjálpa okkur að breytast. Þegar við gerum þetta mun náð hans gera okkur kleift að þróast í átt að æðstu dýrðagráðu himneska ríkisins, þar sem við munum búa með honum, himneskum föður og fjölskyldum okkar að eilífu. Við munum líka hljóta allt sem faðir okkar á himnum á. Ekkert af þessu væri mögulegt án frelsarans.

Við höfum kirkjuna

Oaks forseti kenndi að kirkjan er líka hérna „til að hjálpa öllum börnum Guðs að skilja eigin möguleika og ná fram sínum æðstu örlögum. Hlutverk kirkjunnar er að gera inngöngu og upphafningu mögulega fyrir syni og dætur Guðs í himneska ríkið.“3 Þetta er gert með hlýðni við helgiathafnir og sáttmála fagnaðarerindisins.

Ljósmynd
musteri

Þessar helgiathafnir og sáttmálar krefjast prestdæmisins, sem er aðeins til staðar í hinni sönnu kirkju Guðs. Drottinn og kirkja hans hjálpa okkur á þennan og annan hátt í því viðfangsefni okkar að verða besta útgáfa sjálfra okkar, svo hjörtu okkar verði dag einn undir það búin að erfa allt sem himneskur faðir á og öðlast eilíft líf.

Haldið áfram og gefist ekki upp!

Þetta ferðalag í átt himneska ríkisins er vænlegt, en ekki alltaf einfalt. Himneskur faðir veit það. Hann og Jesús Kristur hafa lofað að liðsinna okkur og styrkja hvert skref sem við tökum á leiðinni.

Ljósmynd
sólarupprás

Ljósmynd frá Getty Images

Haldið því áfram og gefist ekki upp. Við munum fá hjálp þegar við leggjum okkur fram við að fylgja frelsaranum, lifa verðug þess að hljóta og bregðast við hvatningu heilags anda og bera kennsl á það sem við getum bætt. Þegar við förum í gegnum lífið með trú á Jesú Krist og iðrumst þegar við þurfum mun himneskur faðir hjálpa okkur að breytast til hins betra.

Að verða verðugur inngöngu í himneska ríkið er ekki náð með einum stórum verknaði. Það er afleiðing þess að velja stöðugt að fylgja frelsaranum og að reiða sig á vonina og það fyrirheit sem fagnaðarerindi hans færir.

Ef þið þess vegna fylgið frelsaranum af kostgæfni og hafið enn áhyggjur af því hvort þið komist í himneska ríkið, þá bendir allt til afgerandi: „Já! Þið getið komist þangað!“ Þetta er það sem himneskur faðir ætlaði okkur öllum! Alveg eins og Oaks forseti kenndi, þá er allt þetta mögulegt „vegna elsku Guðs til barna sinna og vegna friðþægingar og upprisu Jesú Krists, ‚sem gjörir föðurinn dýrðlegan og frelsar öll handverk hans‘ [Kenning og sáttmálar 76:43].“4

Heimildir

  1. M. Russell Ballard, (aðalráðstefna, apríl 2017).

  2. Dallin H. Oaks, „Apostasy and Restoration [Fráhvarf og endurreisn],” aðalráðstefna, apríl 1995 (Ensign, maí 1995, 86).

  3. Dallin H. Oaks, „Apostasy and Restoration“ (87).

  4. Dallin H. Oaks, „Apostasy and Restoration“ (87), skáletrað hér.

Prenta