„Staðföst loforðum okkar,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2021, 32.
Lokaorð
Staðföst loforðum okkar
Kvöld eitt á æskuárum mínum, sat móðir mín með mér á rúmbríkinni og talaði innilega um mikilvægi þess að lifa eftir Vísdómsorðinu. Hún horfði beint í augu mér og þessi orð hennar festu rætur í hjarta mér: „Lofaðu mér í dag, Ronnie, að þú munir alltaf lifa eftir Vísdómsorðinu.“ Ég lofaði henni því hátíðlega og hef haldið það loforð öll þessi ár.
Ég tók mikilvæga ákvörðun löngu áður um að fylgja lögmálum Guðs og ég þurfti aldrei að endurskoða hana. Drottinn sagði: „Ég, Drottinn, er bundinn þegar þér gjörið það sem ég segi, en þegar þér gjörið ekki það sem ég segi, hafið þér engin loforð“ (Kenning og sáttmálar 82:10).
Sem postuli Drottins Jesú Krists, býð ég ykkur að íhuga loforðin og sáttmálana sem þið gerið við Drottin og við aðra, af mikilli ráðvendni, meðvituð um að þið eruð bundin orðum ykkar. Síðan lofa ég, ef þið gerið þetta, að Drottinn mun staðfesta orð ykkar og helga verk ykkar, er þið reynið af ótrauðri kostgæfni að bæta líf ykkar og fjölskyldu ykkar og byggja upp Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Hann mun vera með ykkur og af fullvissu getið þið litið fram til þess að „tekið [verði] á móti [ykkur] á himni, og [þið fáið] dvalið með Guði í óendanlegri sælu“ (Mósía 2:41).