2021
Hvernig get ég hætt að efast um það hvers virði ég er?
Júlí 2021


„Hvernig get ég hætt að efast um það hvers virði ég er?“ Til styrktar ungmennum, júlí 2021, 30–31.

Spurningar og svör

„Hvernig get ég hætt að efast um það hvers virði ég er?“

Með augum himnesks föður

Ljósmynd
stúlka

„Ég bið daglega til himnesks föður og bið hann að hjálpa mér að sjá sjálfa mig á sama hátt og hann sér mig sjálfur. Ég hlusta síðan vandlega þegar andinn færir mér jákvæð skilaboð frá Guði um virði mitt og sjálfsmynd og endurtek þau í spegilinn. Þetta einfalda verkefni er ein leið til að tengjast himni og læra að himneskur faðir og Jesús Kristur elska okkur og hafa trú á okkur.“

Madeleine M., 14, New York, Bandaríkjunum

Unnið fjölbreytileika okkar

Ljósmynd
stúlka

„Ég geri alltaf mitt besta til að muna að ég er ástkært barn Guðs. Ég reyni að bera mig ekki saman við aðra, því þá finnst mér erfiðara að hafa trú á eigin sjálfsvirði, þar sem það gerir það erfiðara að hafa trú á virði mínu. Guð gerði okkur öll einstök og falleg á okkar sérstaka hátt, þessi fjölbreytileiki er góður.“

Brooke D., 14, Alberta, Kanada

Lán í óláni

Ljósmynd
piltur

„Við höldum oft að veikleikar okkar eða gallar verði þess valdandi að við séum einskis virði. Við erum í raun blessuð til að komast yfir þá og verða betri útgáfa af sjálfum okkur með auðmýkt og sjálfsbetrun. Ef við vinnum í þeim hlutum sem gera okkur erfitt fyrir, mun Drottinn sjá og verðlauna okkur erfiðið. Þetta snýst um að reyna og gefast aldrei upp.“

Ricardo R., 17, Chihuahua, Mexíkó

Guðlegt eðli okkar

Ljósmynd
piltur

„Það jafnast ekkert á við það að vita að við, sem börn hins lifandi Guðs, getum orðið eins og hann. Það breytir öllu! Þegar slæmar hugsanir láta á sér kræla og láta okkur efast um virði okkar, munið þá að þessar hugsanir koma frá Satan, ekki Guði. Við höfum óendanlega möguleika og guðlegt eðli, alveg eins og himneskur faðir okkar. Hann treystir og elskar okkur á einstaklingsgrundvelli.“

Alexandre S., 16, Minas Gerais, Brasilíu

Mikil ábyrgð

Ljósmynd
stúlka

„Þegar ég legg mig fram við að nema og ígrunda ritningarnar og orð lifandi spámanna, þá get ég fundið fyrir heilögum anda með mér, sem minnir mig á að ég er elskuð dóttir himneskra foreldra og að Guð hefur mikil áform fyrir mig. Nelson forseti sýnir okkur ávallt hina miklu ábyrgð sem við berum á þessum síðari dögum og að Guð treystir okkur og veit hvað við erum fær um.“

Mirian P., 16, Paraná, Brasilíu

Gerið það sem þið hafið dálæti á

„Þegar við byrjum að efast um virði okkar, getum við alltaf leitað hjálpar frá öðru fólki. Fyrst getum við hins vegar byrjað á því að vinna í eigin hugsunarhætti. Við getum hreyft okkur, blandað geði við vini og fjölskyldu á heilbrigðan hátt eða gert eitthvað sem við njótum að gera. Þetta hjálpar okkur að átta okkur á því að við erum börn Guðs, sem hefur gefið okkur virði og hæfileika.“

Carlos V., Mexíkó

Kynnist ykkur sjálfum

„Ég komst að því að það er auðveldara að elska sjálfa mig, vegna þess að ég tók mér tíma til að átta mig á því hver ég er. Afi minn sagði mér eitt sinn: „Þú þarft að lifa með sjálfri þér að eilífu, þú gætir því alveg eins verið einhver sem þú myndir vilja vera í kringum.“ Ég fylgdi þessu ráði og reyndi að verða besta útgáfan af sjálfi mér. Nú hef ég meira sjálfstraust, þar sem ég veit hvað ég vil, hverju ég er góð í og hvað ég stend fyrir. Ég er glöð þegar ég reyni að verða sú persóna sem himneskur faðir vill að ég sé.“

Sarah Nielson, Utah, Bandaríkjunum

Minnist þess hver þið eruð

„Ég hugsa um barnasönginn ‚Guðs barnið eitt ég er.‘ Hann minnir mig á að mér hafa verið gefnar gáfur og hæfileikar til að hjálpa heiminum að undirbúast fyrir síðari komu Jesú Krists. Hlutverk hvers og eins er einstakt og ómissandi og við erum öll undur í lífi hvers annars. Þið eruð sannlega undur gagnvart öllum sem umhverfis ykkur eru í lífinu. Ef þið gleymið þessu einhvern tíma, hugsið þá út í alla hlutina sem Jesús gerði á jörðu og reynið að fylgja fordæmi hans. Í hvert sinn sem þið eruð döpur eða ykkur finnst þið einskis virði, finnið þá einhvern sem líður eins og ykkur og aðstoðið þá, það mun lyfta ykkur upp.“

Brigham M., Mexíkó

Guðleg velþóknun

„Þegar ég hlusta á Guð hjálpar hann mér að hætta að efast um það að ég sé einhvers virði. Annað fólk getur ekki fullkomlega skilið virði mitt, en Guð gerir það og ég treysti honum. Ef ég leyfi fólki umhverfis mig að ákveða virði mitt, þá geri ég ekki annað en að hugsa um orð þeirra og hugsa slæmar hugsanir um mig. Þegar ég sleppi takinu á neikvæðum orðum þeirra, þá þarf ég ekki lengur að efast um virði mitt. Ég hef lært að ég þurfi ekki velþóknun þeirra lengur. Sem börn himnesks föður er virði hvers okkar meðfætt. Við þurfum að minna okkur á það, sérstaklega ef enginn annar gerir það.“

Anna G., 23, Frakklandi

Traust á fagnaðarerindið

„Ég sé alls konar fólk á samfélagsmiðlum, sem virðist fullkomið eða í það minnsta betra en ég. Það að lifa fagnaðarerindið hjálpar mér að þróa með mér þakklæti fyrir því sem ég er. Þegar ég lifi eftir reglum fagnaðarerindisins, t.d. trú, iðrun og ígrundun ritninganna, þá finnst mér ég einstök. Mér finnst ég ekki þurfa að bera mig saman við aðra og er í raun með mikið meira sjálfstraust.

Alexandra R., Mexíkó

Fyrirgefið sjálfum ykkur

„Við teljum ekki alltaf að við eigum fyrirgefningu skilið, þar sem við þekkjum þau mistök sem við höfum gert. Við erum þó mannleg – við gerum mistök og munum áfram gera mistök. Við þurfum að vera fús til að fyrirgefa sjálfum okkur, vegna þess að allir eiga skilið annað tækifæri. Við þurfum að sjá okkur með augum fólksins sem unnir okkur. Við munum sjá einstaka og ótrúlega persónu sem á skilið skilyrðislausa ást, sama hvað.

Valerie J., Mexíkó

Prenta