2021
Í San Diego, Bandaríkjunum
Júlí 2021


„Í San Diego, Bandaríkjunum,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2021, 20–21.

Þannig tilbiðjum við

Í San Diego, Bandaríkjunum

San Diego

Ljósmyndir frá Getty Images

piltur með svín

Halló! Ég heiti Chace B. Ég er 14 ára og bý í San Diego. San Diego er syðst í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Landslagið er nokkuð fjölbreytt. Í San Diego eru hafnir, stapar, dalir, gljúfur og hæðir. Þar er yfirleitt hlýtt og sólríkt allt árið.

Kynnist fjölskyldu minni

fjölskylda á jólum

Fjölskylda mín og ég búum uppi í fjöllum San Diego. Ég bý með móður minni; 10 ára systur minni, Payslie; og abuelito and abuelita (afa og ömmu). Við búum á bóndabæ með fullt af dýrum. Við reynum að lifa einföldu og gamaldags lífi.

regnbogi yfir sveitalandslagi

Gera sakramentið sérstakt

piltur

Á meðan Kóvid-19 sóttkví stóð, gat sunnudagur orðið of kæruleysislegur heima, á sófanum og í þægilegum fötum. Ég vildi gera eitthvað til að vera viss um að sunnudagur væri sérstakur. Ég ákvað að búa til eigin sakramentisbakka fyrir fjölskylduna mína, sem eitt andlegra markmiða minna fyrir Barna- og unglingaáætlunina.

piltur í smiðju

Fyrst tók ég viðarbút og boraði holur öðru megin, fyrir bolla. Svo skar ég út bakka úr hinum helmingnum, fyrir brauðið. Abuelita hjálpaði mér að slípa hann, þar til hann var fullkomlega sléttur. Síðan festum við á hann handfang og lökkuðum viðinn.

heimatilbúinn sakramentisbakki

Fyrsta sunnudaginn ætluðum við að undirbúa sakramentið en gátum ekki fundið bollana sem pössuðu í holurnar á bakkanum. Við leituðum öll að þeim í margar klukkustundir. Eftir nokkra stund ákvað ég að við skyldum samt meðtaka sakramentið, með eða án fullkomnu bollanna. Við ætluðum ekki að láta þetta standa í vegi fyrir okkur að halda hvíldardaginn heilagan.

Þennan sunnudag, þegar við meðtókum sakramentið, gerðum við það með meiri kyrrð, ásetningi og lotningu. Ég var ánægður með að hafa sett og náð markmiði mínu. Ég veit og gat fundið að himneskur faðir var stoltur af mér fyrir markmið mitt og þá valkosti sem það leiddi mig að.