2021
Bænir um sundgleraugu
Júlí 2021


„Bænir um sundgleraugu,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2021, 27.

Sterkur grundvöllur

Bænir um sundgleraugu

Ljósmynd
strákur og stelpa á strönd

Myndskreytt af Toby Newsome

Eitt sinn fór ég með föður mínum til Sigatoka á Fídjíeyjum – frábærum stað til að synda í sjónum. Foreldrar mínir voru fráskildir, móðir mín kom því ekki með okkur. Áður en við lögðum af stað keypti hún fjólublá sundgleraugu fyrir mig. Ég veit að þetta eru bara sundgleraugu, en hún ætlaðist til þess að ég myndi gæta þeirra og koma með þau til baka.

Að kvöldi annars dags okkar í Sigatoka, áttaði ég mig á því að ég var ekki með sundgleraugun mín. Ég var hrædd um að hafa týnt þeim í sjónum. Það fyrsta sem ég gerði var að biðja bænar um að ég gæti fundið sundgleraugun. Ég fann frið og vissi að allt yrði í lagi.

Bróðir minn var sá eini sem ég sagði frá þessu. Hann trúir ekki á Guð og setur oft út á trú mína vegna þess að ég er eini meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í fjölskyldunni minni. Hann sagði: „Jæja, þú munt ekki finna þau aftur.“ Ég sagði við hann: „Ég baðst fyrir vegna þess og veit að bænum mínum verður svarað.“

Daginn eftir leitaði ég í vatninu meðan við syntum. Þegar tími var kominn að fara hafði ég enn ekki fundið sundgleraugun. Ég tók það í sátt að ég myndi væntanlega ekki finna þau og þakkaði himneskum föður fyrir huggun hans og frið.

Þá hrópaði bróðir minn skyndilega. Hann hélt á lofti fjólubláu sundgleraugunum!

Bróðir minn trúir enn ekki á fagnaðarerindið en ég er þakklát fyrir huggunina, styrkinn og fullvissuna sem fylgir því að leggja trú mína á himneskan föður og Jesú Krist.

Shreya S., Suva, Fídjíeyjar

Prenta