„Hvernig er himneska ríkið í rauninni?“ Til styrktar ungmennum, júlí 2021, 31.
Kjarni málsins
Hvernig er himneska ríkið?
Þrátt fyrir að við höfum ekki öll smáatriði um himneska ríkið, hefur Drottinn opinberað áhrifamikil sannindi um það. Hér er sumt af því sem við vitum fyrir víst:
-
Að vera þar merkir að við dveljum í návist himnesks föður og Jesú Krists í fullkomnum, upprisnum líkama og lifum samskonar lífi og þeir lifa. Þess háttar líf er „í óendanlegri sælu“ (Mósía 2:41) og í „fyllingu gleðinnar“ (3. Nefí 28:101).
-
Þeir sem þar búa, hafa verið „fullkomnir gjörðir fyrir Jesú“ og „allt er þeirra“ (Kenning og sáttmálar 76: 59, 69).
-
Þar er mesta dýrð nokkurs ríkis. Dýrð þess hefur verið líkt við birtu sólarinnar.
-
Samskonar sambönd og við eigum hér munu vera til þar, þ.m.t. fjölskyldusambönd, en „þar við bætist eilíf dýrð“ (Kenning og sáttmálar 130:2).
-
Í því eru þrjár gráður. Æðsta gráðan er dvalarstaður þeirra sem hafa innsiglast í eilífu hjónabandi og haldið sáttmála sína (sjá Kenning og sáttmálar 131:1–4).
-
Jörðin mun hljóta himneska dýrð (sjá Kenning og sáttmálar 88:17–20).