2021
Gleði Kosei
Júlí 2021


„Gleði Kosei,“ Til styrktar ungmennum, júlí 2021, 12–15.

Gleði Kosei

Þessi japanski piltur nýtur þess að miðla fagnaðarerindinu.

Ljósmynd
Nagasaki, Japan

Ljósmynd frá Getty Images

Hann spilar á píanó. Hann hleypur spretthlaup. Hann tekur jafnvel þátt í langstökki! Þetta eru samt ekki einu hlutirnir við Kosei H., 17 ára pilt frá Nagasaki, Japan, sem hægt er að dást að.

Ljósmynd
piltur spilar á píanó
Ljósmynd
piltur hleypur

„Hann er einn af bestu ungmenna-trúboðum sem ég hef nokkurn tíma kynnst,“ segir systir Mckenna Frasure, sem sneri nýlega aftur frá Japan, þar sem hún þjónaði á svæði Kosei sem trúboði. „Kosei lét aldrei tækifæri fara forgörðum til að vera með trúboðunum eða vitna um Krist á kirkjuviðburðum og á samfélagsmiðlum,“ segir hún.

Kosei lítur á trúboðana sem nokkra af hans nánustu vinum. Það kemur ekki á óvart þegar þið áttið ykkur á því hve mikið hann nýtur þess að miðla fagnaðarerindinu.

Ljósmynd
piltur með trúboðum

„Trúboðsstarf er mér gleði,“ segir Kosei. „Nefí kenndi okkur að ávöxtur af lífsins tré er ‚[eftirsóknarverðastur] af öllu‘ (1. Nefí 11:22). Sumir kunna að afneita þessum ávexti. Þrátt fyrir það, sem einstaklingur sem þekkir sætleika ávaxtarins, vil ég miðla þeim fagnaðarerindinu sem umhverfis mig eru.“

Að miðla blessunum fagnaðarerindisins, gæti verið mesti hæfileiki Kosei.

Árangur á samfélagsmiðlum

Kosei fann enn meiri þrá til að færa vinum sínum gleði fagnaðarerindisins eftir að hafa farið í undirbúningsbekk fyrir trúboð. Hann byrjaði á því að fara á netið. Eitt af helstu verkfærunum sem hann notar til að miðla skilaboðum og efni tengdu fagnaðarerindinu eru samfélagsmiðlar.

Ljósmynd
piltur með snjallsíma

Nokkrir vina hans hafa brugðist við færslum hans á samfélagsmiðlum. Einn vinur hans kom sérstaklega til Kosei og sagði: „Ég hef áhuga á kirkjunni þinni.“

Þessi vinur var bara kunningi hans í upphafi en vinátta þeirra jókst fljótlega. „Hann byrjaði á því að spyrja mig út í muninn á trú hans og trú minni,“ segir Kosei. „Þótt ég hefði ekki rætt við hann mjög oft urðum við góðir vinir eftir að ég miðlaði fagnaðarerindinu á samfélagsmiðlum.“

Íþróttir, áhugamál og ævarandi vinátta

Kosei miðlar ekki aðeins fagnaðarerindinu á samfélagsmiðlum. Munið að hann lifir annasömu lífi sem er afar viðburðaríkt. Hann fær mörg tækifæri að hitta fólk og eignast vini. Hann nýtir þessi tækifæri til að deila gleði fagnaðarerindisins.

„Eitt sinn bauð ég vini mínum úr íþróttafélaginu í enskutíma sem trúboðarnir kenndu í kirkjunni,“ útskýrir Kosei. „Hann og trúboðarnir urðu góðir vinir á meðan enskunáminu stóð.“

Samræðurnar enduðu þó ekki með enskulexíum.

„Vinur minn fór að íhuga hvers vegna þessir trúboðar, sem voru svipað gamlir og hann, unnu sjálfboðaliðastarf og þjónuðu sem trúboðar í Japan. Næsta spurning hans var að spyrja trúboðana hvað hvetji þá til þjónustu. Hann hefur nú hlýtt á lexíur trúboðanna og hefur enn samskipti við þá með myndspjalli.“

Í hvert sinn sem hann nefnir fagnaðarerindið við vini sína, reynir Kosei að miðla í samræmi við áhuga þeirra. „Sem dæmi, þá byrja ég að tala um hvað gerist eftir dauðann, tilgang lífsins eða hvort Guð sé til,“ segir hann. „Ég get þá brugðist við eftir áhuga þeirra.“

Auðvitað veit hann að ekki eru allir áhugasamir. Eins og allir, þá hefur hann tekist á við áföll. Dag nokkurn, eftir að nokkrir vinir hans höfðu spurt hann út í kirkjuna, reyndi Kosei að deila kirkjubæklingi með einum þeirra. „Þessi vinur hljóp úr kennslustofunni og hló hástöfum að mér frá ganginum.

Það hryggði mig mjög,“ segir Kosei.

Hann lætur þó hindranir ekki stöðva sig. Hann veit að það sem hann hefur að miðla muni blessa líf þeirra að eilífu ef þeir hlusta.

Gleðin sem hvetur hann áfram

„Ég finn gleði í kenningum Krists,“ segir Kosei. „Ef ég þekkti ekki þessar kenningar, hefði ég átt líf án sannrar gleði.“

Ljósmynd
piltur les ritningar

Kosei veit hvernig á að forgangsraða, þegar hann tekur þátt í ótal viðburðum og áhugamálum. „Fagnaðarerindi Jesú Krists veitir lífi okkar von og opinberar alla þá hluti sem við ættum að gera,“ segir hann. „Jafnvel þegar við erum niðurdregin eða göngum í gegnum þrengingar, veitir einlæg bæn frið og hjálpar okkur að vera jákvæð.“

Þess vegna er hann svo ákveðinn að miðla fagnaðarerindinu við hvert tækifæri. Hann vill að aðrir upplifi það sem hann nýtur daglega! „Ég vona frá dýpstu hjartarótum að margir fái tækifæri til að upplifa þessa sönnu gleði,“ segir hann.

Ljósmynd
piltur við musteri

Það sem mestu skiptir

Miðlun fagnaðarerindisins tekur auðvitað ekki upp allan tíma hans. Kosei leggur afar hart að sér við að ná öðrum markmiðum sínum í lífinu. Hann æfir hlaup á hverjum degi og gerir styrktaræfingar. Þegar hann þarf að slaka á, spilar hann á píanó. Hann nýtur þess líka að fara út í náttúruna og verja tíma með fjölskyldu sinni. „Með systkinum mínum úti í náttúrunni – ég mun aldrei gleyma þeim degi þegar við veiddum fiska og borðuðum þá!“ segir hann.

Ljósmynd
fjölskylda
Ljósmynd
fjölskylduveiðiferð
Ljósmynd
piltur

Kosei heldur ávallt áfram að taka frá tíma fyrir það sem mestu skiptir.

Hann hefur líka ráð fyrir hvern þann sem vill gera slíkt hið sama: „Við meðtökum leiðsögn þegar við höldum boðorðin. Þegar við gerum svo, getur Drottinn styrkt okkur. Ótta og kvíða er skipt út fyrir von og sjálfsöryggi. Ef við opnum munninn um fagnaðarerindið án þess að skammast okkar, mun fólk kynnast kristilegri elsku og fyllast gleði.“

Prenta