2024
Að ganga í ljósi frelsarans
September 2024


Að ganga í ljósi frelsarans

Þegar þið komið til Jesú Krists og iðrist mun læknandi og styrkjandi kraftur hans leiða ykkur út úr myrkrinu.

pappírsflugvél

Á löngum fluglegg á ferli mínum sem flugstjóri, tók ég á loft frá Þýskalandi kl.11:00 og lenti sama dag í Kaliforníu kl.13:00. Við samanburð á brottfarartímum og komutímum, virðist sem flugið yfir Atlantshafið og meginland Norður Ameríku hafi aðeins tekið tvo tíma.

Flugvél af gerðinni Boeing 747 er hraðskreið en ekki svo hraðskreið! Í raun var tíminn sem tók að fljúga þessa 9000 km um 11 klukkustundir, eftir vindum.

Þar sem við flugum í vesturátt, settist sólin aldrei á meðan á flugi stóð. Við nutum dagsbirtu alla leiðina frá Þýskalandi til Kaliforníu. Á leið okkar til baka til Þýskalands höfðum við aðra sögu að segja. Þegar við flugum í austurátt, settist sólin hraðar en vanalega og áður en við vissum af var kominn nótt.

Jafnvel þó við flygjum að nóttu til í svartamyrkri, vissi ég að sólin var stöðug, staðföst og áreiðanleg. Ég vissi að sólin myndi rísa að lokum og að birtan myndi snúa aftur með hlýju og líf inn í nýjan dag áður en ferð okkar lyki.

Stundum virðast hlutirnir í kringum okkur vera óstöðugir, ófyrirsjáanlegir og myrkir. Hve þakklátur ég fyrir Jesú Krist. Hann er ljós og líf heimsins. Hans vegna höfum við von um framtíðina, aðgang að guðlegu ljósi hans og fyrirheit um endanlegan sigur yfir synd og dauða.

Elska og kraftur frelsarans

Af kærleika til okkar gaf Jesús Kristur líf sitt fyrir öll börn Guðs og opnaði dyrnar að ódauðleika og eilífu lífi.

Þrátt fyrir það sem Satan vill fá ykkur til að trúa, eruð þið ekki handan björgunar frelsarans. Þið eruð aldrei handan þess að „elskandi armar hans [umljúki ykkur] að eilífu“ (2. Nefí 1:15).

Þessi mesta gjöf allra kemur frá virkjandi og endurleysandi krafti friðþægingar Jesú Krists. Vegna þjáningar frelsarans í Getsemane og Golgota, veit hann hvernig hægt er að hjálpa ykkur í gegnum hverja einustu og allar þær áskoranir sem þið standið frammi fyrir (sjá Alma 7:11–12).

Jesús Kristur er styrkur ykkar!

Jesús Kristur faðmar mann

Russell M. Nelson, forseti hefur sagt: „Þegar frelsarinn friðþægði fyrir alla menn, gerði hann þeim sem fylgja honum mögulegt að hafa aðgang að mætti lækningar, styrkingar og endurlausnar.

Þessi kraftur er alltaf þarna, eins og sólin. Hann hvikar ekki. Að fylgja í fótspor frelsarans er eins og að ganga úr skugga út í sólskinið, þar sem þið getið hlotið blessanir ljóss Guðs, hlýju hans og elsku.

Bjart nýtt upphaf

Mormónsbók segir frá því þegar Nefítar dvöldu í þrjá daga í algjöru myrkri eftir krossfestingu frelsarans. Hið áþreifanlega myrkur sem umlukti þá er táknrænt fyrir það andlega myrkur sem við upplifum vegna syndar. Svo heyrðu þeir rödd Krists bjóða þeim að stíga út úr myrkrinu í ljós hans.

„Viljið þér nú ekki snúa til mín og iðrast synda yðar og snúast til trúar, svo að ég megi gjöra yður heila?“ (3. Nefí 9:13).

„En þér skuluð bjóða mér sem fórn sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda“ (3. Nefí 9:20).

„[Ef] þér viljið iðrast og snúa til mín af einlægu hjarta.“ (3. Nefí 10:6).

Frelsarinn býður ykkur að gera það sama þegar eruð týnd í myrkrinu. Rétt eins og sérhver sólarupprás markar upphaf nýs dags, færðu í hvert skipti sem þú iðrast nýja byrjun, bjart nýtt upphaf.

Með einlægri iðrun þinni mun Jesús Kristur „skipta sekt þinni út fyrir frið og gleði. Hann mun ey lengur muna syndir ykkar. Í styrk hans, mun þrá ykkar til að halda boðorð hans aukast.“

Um leið og þið takið ykkar fyrsta skref til iðrunar, mun frelsarinn byrja að „breyta hjörtum ykkar og lífi. Smám saman, munuð þið vaxa og verða líkari honum“ og hann mun „veita ykkur enn meiri aðgang að krafti hans.“

Finnið varanlega lækningu

Frelsarinn er hinn mikli læknir. Eitt fallegasta vitnið um lækningamátt hans er að finna í persónulegri þjónustu hans í Mormónsbók:

„Eru nokkrir sjúkir yðar á meðal? spurði hann. „Eru einhverjir … þjáðir á einhvern hátt? Færið þá hingað, og ég mun gjöra þá heila, því að ég hef samúð með yður. …

Og svo bar við, að þegar hann hafði mælt þetta, leiddi allur mannfjöldinn sem einn fram … Og hann læknaði þá, hvern og einn, er þeir voru leiddir fyrir hann“ (3 Nefí 17:7, 9).

Í hvert sinn sem frelsarinn læknaði einhvern, bæði fyrir og eftir upprisu sína, bar hann vitni um fullkominn kraft sinn til að lækna sálir okkar. Sérhver kraftaverkalækning vísaði á loforð hans um varanlega líkamlega og tilfinningalega lækningu sem mun koma til okkar í upprisunni.

Stundum er bænum ykkar um lækningu ekki svarað á þann hátt sem þið höfðuð vonað, en þær eru aldrei hunsaðar. Tími lækninga mun að lokum koma að hætti og tíma himnesks föður, rétt eins og næturmyrkur víkur alltaf fyrir dýrðlegri sólarupprás.

Kæri vinur, ég ber vitni um að Jesús Kristur er græðarinn í þessu lífi og í eilífðinni. Miskunn hans er nægjanleg til þess að lækna sár þín, hreinsa sár þín, styrkja þig í raunum og blessa þig með von, visku og friði. Máttur hans er ávallt þar—stöðugur og áreiðanlegur—jafnvel þó þér finnist um tíma þú vera fjarri elsku hans, ljósi og hlýju.

piltur horfir á sólsetrið

Megið ykkur aldrei skorta lotningu og djúpstætt þakklæti fyrir allt það sem Jesús Kristur hefur gert fyrir ykkur. Vinsamlega vitið að þið eruð fullkomlega elskuð. Munið hverju ykkur hefur verið lofað í eilífðinni. Og „megi þá Guð gefa, að byrðar ykkar verði léttar fyrir gleðina yfir syni hans,“ Jesú Kristi (Alma 33:23).

Heimildir

  1. Sjá Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvörðunartökum (2022), 2.

  2. Russell M. Nelson, „Máttur andlegs skriðþunga,“ aðalráðstefna, apríl 2022, (Líahóna, maí 2022, 100).

  3. For the Strength of Youth: A Guide for Making Choices, 8.