Til styrktar ungmennum
„Hvernig get ég ‚látið ljós mitt skína‘ ef ég er ekki mjög mannblendin?“
September 2024


Spurningar og svör

„Hvernig get ég ‚látið ljós mitt skína‘ ef ég er ekki mjög mannblendin?“

stúlka

„Verið bara þið sjálf. Þið skuluð til dæmis ekki fela þá staðreynd að þið lesið ritningarnar, biðjist fyrir eða farið í kirkju. Með því að gera þessa hluti og vera sannarlega við sjálf, skín ljós okkar bjartar en við höldum! Þið þurfið ekki að gefa eintak af Mormónsbók á hverjum degi—látið bara ljós ykkar skína með því að vera sannir vinir og lærisveinar Jesú Krists. Fólk mun taka eftir skínandi ljósi ykkar!“

Angel D., 17 ára, Oregon, Bandaríkjunum

stúlka

„Ég get látið ljós mitt skína með gjörðum mínum þegar ég tekst á við erfiðar aðstæður. Með því að vera þolinmóð, friðarsinni og fyrirgefa þeim sem móðga okkur getum við látið ljós okkar skína sem lærisveinar Jesú Krists.“

Émile M. 17 ára, Bahia, Brasilíu

stúlka

„Einlæg bæn getur hjálpað þér skína með ljósi Krists. Ég man eftir trúboðsþjónustuverkefni þar sem við fórum til að miðla fagnaðarerindinu. Ég var óttaslegin í fyrstu en ég fór með persónulega bæn og fékk hugrekkið til að miðla fagnaðarerindinu.“

Gerardine S. 14 ára, Haut-Katanga, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

piltur

„Ég reyni mitt besta að miðla fagnaðarerindinu með vinum mínum sem eru ekki í kirkjunni en ég næ ekki alltaf árangri því ég verð vandræðalegur. Drottinn hjálpar mér að láta í mér heyra þegar ég biðst fyrir.“

Gustavo A., 13 ára, Paraná, Brasilíu

stúlka

„Eitthvað sem er jafn einfalt og að brosa til fólks og sýna vinsemd í samskiptum við aðra getur verið mikið ljós.“

Lily W., 17 ára, Utah, Bandaríkjunum