Til styrktar ungmennum
Að þiggja – og veita – aðstoð fyrir andlega heilsu
September 2024


Að þiggja – og veita aðstoð fyrir andlega heilsu

Þegar geðheilsa er annars vegar, getið þið beðið um hjálp og boðið hana öðrum.

piltur heldur regnhlíf yfir stúlku sem virðist döpur

Myndskreyting: Simona Love

Hvað ættuð þið að gera þegar þið eruð döpur, niðurdregin, kvíðin, áhyggjufull eða þunglynd?

Þið gætuð búist við svörum á borð við: Lifið samkvæmt fagnaðarerindinu. Biðjist fyrir. Lesið ritningarnar. Meðtakið sakramentið Að halda áfram að gera þessa hluti er gott og nauðsynlegt og mun leysa (og koma í veg fyrir) mörg vandamál. En sum vandamál krefjast aukinnar viðleitni.

Allir finna að sjálfsögðu stundum fyrir kvíða og depurð. Það er hluti af lífinu. Það eru margar leiðir til þess að takast á við þessa hluti á heilbrigðan hátt. En ef kvíðinn eða þunglyndið er svo alvarlegt og langvarandi að það er farið að trufla líf ykkar og koma í veg fyrir að þið finnið fyrir andanum, þá gætuð þið verið á þeim stað að ekki sé raunsætt að komast yfir það án aukinnar hjálpar.

Geðheilsa er líkamleg heilsa (sjá Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvörðunartökum [2022], 29). Efnaskipti í heilum okkar hjálpa til við að stjórna tilfinningum okkar og heilinn er hluti líkamans. Sá sem segir að þunglyndi eða kvíði sé „allt í höfðinu á þér“ hefur aðeins rétt fyrir sér í bókstaflegum skilningi: höfuð þitt er í raun þar sem heila þinn er að finna. En vandamálin eru ekki ímyndun frekar en brotinn fótleggur eða botnlangakast.

Leitið aðstoðar

Í Mormónsbók segir að Nefítar voru blessaðir „vegna ágætis hinna mörgu jurta og róta, sem Guð hafði gjört til að lækna sjúkdóma“ (Alma 46:40). Í dag gætum við kallað þessa hluti lyf.

Í dag hefur Guð undirbúið enn fleiri leiðir til að berjast gegn veikindum og meiðslum, þar á meðal andlegum og tilfinningalegum sársauka. Við höfum meðferðir núna sem Nefíta – og ömmur okkar og afa dreymdi bara um, ef svo má að orði komast. Við lifum á öld kraftaverka! Himneskur faðir vill að við notum okkur þau.

Það þýðir ekki að allir sem stríða við þunglyndi og kvíða þurfi lyf eða meðferðir. Allir eru mismunandi. Sama hver staðan þín er þá er eitt víst: Það er engin ástæða til að þjást ein/n. Himneskur faðir ykkar er fús til að hjálpa.

Himneskur faðir ykkar veit hvað mun hjálpa ykkur. Hvort sem baráttu ykkar sé hægt að leysa með bæn og trú, eða hvort sem þið þurfið líka að leita blessunar hans með einhverri samsetningu lyfja, meðferðaraðila, foreldra, vina, biskupa, æskulýðsleiðtoga, kennara, fersku lofti og hreyfingu til að koma ykkur í gegnum erfiða tíma, biðjið um hjálp hans. Hafið ekki áhyggjur af því hvernig aðrir með svipuð vandamál leysa sín. Himneskur faðir mun hjálpa ykkur að finna lausnir sem henta ykkar kringumstæðum.

Verið hjálpsöm

Fagnaðarerindið snýst um að hjálpa öðrum eins og frelsarinn hjálpaði okkur með friðþægingunni. Þið ættuð alltaf að reyna „ná til þeirra sem eru einmana, einangraðir eða hjálparvana. Hjálpið þeim að finna ást himnesks föður í gegnum ykkur“ (Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum, 12). Þið eruð kannski ekki læknar eða meðferðaraðilar en þið eruð lærisveinar Krists og lærisveinar Krists „syrgja með syrgjendum, já, og hugga þá, sem huggunar þarfnast“ (Mósía 18:9).

Eitt það mikilvægasta sem þið getið gert þegar einhver sem ykkur þykir vænt um er að fást við þunglyndi, kvíða eða önnur geðheilsuvandamál er að hlusta.

Oft er það eina sem einhver sem á í erfiðleikum með tilfinningalega heilsu vill er að þið hafið samúð og deilið kærleika ykkar. Þau búast ekki við því að þið hafið einhverjar töfralausnir sem leysi allt. Þau þurfa kannski bara að fá útrás. Þau vilja að einhver sé með þeim, hlusti á þau og sýni samúð – og segi: „Ég er sammála, það sem þú ert að ganga í gegnum hljómar ekki vel. Mér þykir það leitt. Ég vildi óska þess að ég gæti lagað þetta. Segðu mér endilega hvernig ég get hjálpað.“

Og munið …

Hvort sem þið eruð að sá/sú sem veitir hjálp eða sá/sú sem þarfnast hjálpar, munið að suma hluti getur einungis Guð gert. Leyfið honum að gera þá. Gerið í millitíðinni það sem þið getið gert til að hugsa um ykkur og fólkið í kringum ykkur.