5 ábendingar fyrir betra tilfinningalegt heilbrigði
Við stöndum sterkari saman.
Ég og eiginmaður minn þjónuðum sem trúboðsleiðtogar í Sydney Ástralíutrúboðinu á árunum 2018 til 2021. Í hvert sinn sem gögn nýs trúboða sýndu að þeir höfðu átt í erfiðleikum með tilfinningalegt heilbrigði, lét ég þá vita að ég hefði upplifað þunglyndi á fullorðinsárum. Ég vildi að þeir myndu skilja að við erum í sama liði og að þeir þyrftu ekki að fara í gegnum þetta einir.
Mig langar til að deila sama boðskap með ykkur! Svo margir eiga við áskoranir á sviði tilfinningalegs heilbrigðis en samt getum við hjálpað hvert öðru. Svo það sé á hreinu: Ég er ekki sérfræðingur í tilfinningalegu heilbrigði. En mig langar að deila nokkrum hagnýtum og andlegum ráðum fyrir betri tilfinningalega heilsu sem hafa hjálpað mér, sem og þeim sem ég þekki og elska.
Kristur reisir dóttur Jaírusar upp frá dauðum, eftir Greg K. Olsen
Ábending 1: Höfum Krist sem þungamiðju
Ég ólst upp nærri San Francisco, Kaliforníu, Bandaríkjunum og man eftir skemmtigarði við ströndina sem ég elskaði! Þar voru stórir trédiskar sem þú sast á og reyndir halda þér á meðan diskurinn snérist sífellt hraðar. Þeir sem sátu yst á disknum hentust oftast fyrst af honum. Þeir sem hins vegar höfðu skilning á miðflóttaraflinu sátu nálægt miðjunni.
Ég held að það sé frábær samlíking við að halda Kristi semþungamiðjunni á meðan við erum að ganga í gegnum sumar af þessum erfiðu aðstæðum - hvort sem það sé kvíði, þunglyndi, áráttu- og þráhyggjuröskun eða eitthvað álíka. Við þurfum Krist sem þungamiðjuna í lífi okkar.
Þegar við eigum í erfiðleikum með áskoranir hugans, gæti tengin okkar við himnaríki verið úr sambandi eða að við eigum erfitt með að finnast frelsarinn vera nálægur. Þetta þýðir ekki að verið sé að refsa okkur eða að við séum ekki verðug elsku Guðs. Fyrir mér er það þess virði að treysta því að hann sé þarna að bíða eftir því að tengingin komist aftur á! sHaldið áfram að biðjast fyrir, geymið orð frelsarans, treystið loforðum hans, meðtakið sakramentið og gerið allt það sem viðheldur athygli þinni á honum.
Ábending 2: Treystum á Drottinn daglega
Börn Ísraels urðu að treysta á Drottinn á hverjum degi í óbyggðunum að veita þeimmanna. Stundum þegar við erum að takast á við eins djúpstæða hluti eins og kvíðaköst eða annan tilfinningalegan sársauka, viljum við að þeir hverfi varanlega. Og kannski munu þeir gera það – en kannski ekki á þann hátt eða á þeim tíma sem við óskum. Það þýðir ekki að öll von sé úti. Við þurfum að treysta Guði á hverjum degi þegar við vinnum að og horfum til bjartari tíma framundan.
Ein nálgun er að leita aðstoðar himnesks föður og prófa mismunandi aðferðir til að finna það sem virkar fyrir þig. Þá getur hann hjálpað þér að muna, á erfiðu augnabliki eða í kvíðakasti, hversu róandi tónlist virtist hjálpa í svipuðum aðstæðum eða hvernig tenging við einhvern sem þú treystir gerði þér kleift að finna fyrir öryggi einu sinni. Þetta gerir þér kleift að koma þér upp verkfærum sem hafa áður virkað til að prófa næst þegar þú ert í erfiðleikum. Hvað svo sem þið gerið, leitið hjálpar Drottins daglega.
Við getum jafnvel sagt upphátt: „Þegar ég treysti á Drottin á hverjum degi mun ég rísa upp og finna styrk sem ég vissi ekki að ég hefði!“
Ábending 3: Þið getið hugsað um líkama ykkar.
Heilinn er hluti af okkar dauðlega líkama og er því næmur fyrir mörgum afbrigðum og ófullkomleika jarðlífsins. En góðu fréttirnar eru: það eru til sannreynd skref sem hægt er að taka svo heili okkar geti styrkst, sem bæta einnig tilfinningalegu heilsuna. Hér eru nokkur slík skref:
-
Að upplifa sólarljós eða manngerða lýsingu á morgnana.
-
Fara út í náttúruna, tengjast jörðinni
-
Stunda reglulega líkamsrækt
-
Borða hollan mat
-
Drekka mikið af vatni
-
Fá nægan svefn á hverri nóttu
Öndunaræfingar geta líka verið öflug aðferð. Reynið að anda einu sinni djúpt inn um nefið og svo aftur. Haldið andanum í nokkrar sekúndur, þrýstið svo öllu loftinu út um munninn.
Ég geri þetta nokkrum sinnum þegar ég vakna, þegar ég finn fyrir sterkum tilfinningum (eins og rétt fyrir að flytja ráðstefnuræðu!) og svo rétt fyrir svefninn.
Ábending 4: Við getum beðið um hjálp
Ef þið væruð týnd í fjallgöngu og kæmuð að leiðsögumanni, mynduð þið skammast ykkar of mikið til að spyrja um leiðina í öruggt skjól. Ég held ekki. Það er ekki veikleikamerki að biðja um hjálp. Við gerum það oft á öðrum sviðum í okkar lífi.
Hjálpið til við að rjúfa fordómana gegn því að biðja um hjálp með tilfinningalegar áskoranir.
Hvort sem þið þarfnist hjálpar frá Guði, vinum, fjölskyldu eða heilbrigðisstarfsmönnum, þá eruð þið ekki veiklundaðri manneskjur fyrir að leita að þeirri hjálp sem þið þarfnist. Í raun eruð þið að sýna hugrekki!
Ábending 5: Höldum tengingunni
Það er lífsnauðsynlegt að tengjast himneskum föður með því að biðjast fyrir daglega.
Mér finnst það líka mikilvægt að tengjast fólki sem okkur finnst við vera örugg með og við treystum. Hringið í mömmu ykkar! Talið við vin augliti til auglitis. Talið við systkini. Við erum sterkari þegar við hjálpum hvert öðru. Sá styrkur fer í báðar áttir. Allir þurfa á einhverjum að halda. Einangrun og þunglyndi byggja oft á hvoru öðru. Að tengjast þeim sem við elskum og búum með og sjáum, ásamt faðmlagi er frábært meðal við mikið af þeim sársauka sem við upplifum.
Við þolum logana í eldsofninum með honum!
Stundum þurfum við einfaldlega áminningu um að Guð sé með okkur.
Í Gamla testamentinu henti Nebúkadnesar konungur, þeim Sadrak, Mesak og Abed-Negó inn í eldsofn sem var svo heitur að verðirnir fyrir utan eldsofninn þoldu ekki hitann.
Hvernig lifðu þessir þrír þetta af?
Ritningarnar segja ásýnd fjórða mannsins sem var með þeim í eldsofninum hafi verið „líkastur guðdómlegri veru“ (Daníel 3:25).
Ég trúi því að þetta merki að Kristur sé með okkur í eldheitum raunum okkar, sérstaklega þegar við tökumst á við þær. Að fást við áskoranir hugans er stundum eins brennandi eldsofn. Kristur er Immanúel sem bókstaflega merkir „Guð með oss.“
Gleymið ekki að Jesús Kristur er styrkur okkar, ekki bara við leiðarlok þegar við erum laus við að upplifa tilfinningar sem við báðum ekki um. Hann er í raun ávallt með okkur á ferð okkar. Hann er styrkur okkar og líkn núna.
Við skulum standa sterkari saman!