Til styrktar ungmennum
Hrædd við iðrun?
September 2024


Hrædd við iðrun?

Hér er ástæðan fyrir því að vera það ekki samkvæmt Russel M. Nelson forseta.

Við hvað eruð þið hrædd? Rússíbana? Stærðfræðitíma? Að reyna að skilja Jesaja?

Hvað með iðrun? Ef tilhugsunin um að iðrast fær ykkur til að vilja fela ykkur undir sænginni og borða of mikið súkkulaði, þá er þessi grein fyrir ykkur.

„Óttist hvorki að iðrast, né sláið iðrun á frest,“ sagði Russel M. Nelson forseti. Og ástæðan er ærin. Hér eru nokkrir hlutir sem iðrun er og er ekki, samkvæmt Nelson forseta.

fjölbreytilegur hópur ungs fólks

Myndskreyting: Corey Egbert

piltur með dagatal í yfirstærð
telpa og drengur hoppa af gleði
telpa heldur á hjarta
fólk gengur að samkomuhúsi
piltur gengur með Jesú Kristi

Takið við fullkominni gjöf Guðs.

Eruð þið tilbúin að treysta á frelsarann til að komast yfir ótta ykkar við iðrun? Þið munuð ekki sjá eftir því.

Nelson forseti segir: „Vegna þess að heimurinn þurfti björgun, og vegna þess að þú og ég þurfum hjálpræði, sendi [himneskur faðir] okkur frelsara.

… Takið við fullkominni gjöf Guðs. Við skulum varpa byrðum okkar og syndum fyrir fætur frelsarans og upplifa gleðina sem stafar af iðrun og breytingum.“