Til styrktar ungmennum
Nýtið dagana ykkar
September 2024


Kom, fylg mér

Helaman 7

Nýtið dagana ykkar

Óskið þið þess að þið hefðuð lifað í fortíðinni? Ekki gera það.

hönd sem heldur á ljómandi kúlu

Myndskreytingar eftir Alyssa Petersen

Hafið þið einhvern tíma talið að líf ykkar væri auðveldara eða betra ef þið hefðuð fæðst fyrr? Öðrum hefur liðið þannig—meira að segja spámanni, einu sinni.

Spámaðurinn Nefí (í bók Helamans) horfði á þrjósku og illsku fólks síns og hrópaði: „Ó, að ég hefði mátt lifa á dögum Nefís föður míns, þegar hann fyrst kom frá landi Jerúsalem … — … [þá] hefði sál mín glaðst“ (Helaman 7:7–8).

Lífið var honum erfitt á þessum tíma. Að lokum varð hann að horfast í augu við staðreyndir: En … mér er úthlutað þessum dögum” (Helaman 7:9).

Ykkar dagar

Þessir eru ykkar dagar. Þeir geta komið með sínar áskoranir en þeir bjóða líka upp á tækifæri. Til dæmis getið þið á ykkar dögum:

  • Safnað Ísrael saman beggja vegna hulunnar. Þetta „er það mikilvægasta sem á sér stað á jörðunni í dag.“ Þið hafið margar leiðir til að miðla fagnaðarerindinu og bjóða öðrum að koma nær Jesú Kristi og kirkju hans. Þið getið á dásamlegan hátt hjálpað til við að finna áa og hjálpað þeim sem eru farnir að taka á móti helgiathöfnum í musterinu.

  • Notið tækni á jákvæðan hátt. Þið eruð sérstaklega vel búin til þess að sýna heiminum hvernig megi nota nútímatækni til góðs.

  • Standist hatur, fyrirlitningu og sundrungu. Nú þegar þessi illska herjar á heiminn okkar, getið þið sýnt betri leið – leið frelsarans til góðvildar, samúðar, friðarumleitana og kærleika.

  • Verið stöðug í síbreytilegum heimi. Þegar þið eruð trú Jesú Kristi, fagnaðaerindi hans og kirkju, mun Drottin blessa ykkur og aðrir munu líta til fordæmis ykkar í stormum lífsins.

Kraftaverkin ykkar

Það var ekki alltaf auðvelt fyrir Nefí, en hann var á þeim stað og þeirri stund sem Drottinn þurfti. Hann var trúfastur. Fyrir vikið sá hann kraftaverk og undur á sínum dögum og var studdur af Drottni. (Sjá Helaman 7–16.)

Þið getið séð ykkar eigin kraftaverk og undur er þið sýnið trúfesti um daga ykkar .

Heimildir

  1. Russell M. Nelson, „Hope of Israel“ (heimslæg trúarsamkoma fyrir ungt fólk, 3. júní 2018), Gospel Library.