Til styrktar ungmennum
Hvert er „viðhorf“ ykkar?
September 2024


Jesús Kristur er styrkur ykkar.

Hver er „afstaða“ykkar?

Afstaða ykkar til meginreglnanna í Til styrktar ungmennum getur hjálpað ykkur að komast á flug.

flugvél

Flugmenn tala um afstöðu flugvélar í loftinu. Er hún með nefið upp eða nefið niður? Er hún í beygju eða flýgur hún beint og lárétt? Í ensku máli getur afstaða einnig þýtt hugarfar til þess að takast á við uppsveiflur og niðursveiflur lífsins. Gamalt máltæki úr fluginu er svohljóðandi: „Afstaðan ákvarðar flughæðina.“

Hver mun vera afstaða okkar þegar við lesum Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum? Afstaða okkar til meginreglnanna í leiðarvísinum getur breytt lífi okkar og haft áhrif á hvort við svífum hærra eða sökkvum niður.

Drottinn gaf okkur frábæran byrjunarreit. Hann sagði „Sælir eru hógværir“ (Matteus 5:5). Við getum æft okkur í hógværu viðhorfi með því að vera réttlát, auðmjúk og fús til að fylgja kenningum fagnaðarerindisins. Hér eru þrjár spurningar sem tjá mismunandi viðhorf sem við gætum haft gagnvart meginreglunum sem höfum fengið.

Afstaða 1: Hversu slæm/ur get ég verið?

Þeir sem hafa þetta viðhorf segja „Hvar liggja mörkin? Ég vil lifa eins nálægt þeim og hægt er án þess að fara yfir þau.“ Það er jafn hættulegt og fallhlífastökkvari sem spyr „Hversu nálægt jörðinni má ég vera þegar ég opna fallhlífina?“

Afstaða 2: Hversu góð/ur verð ég að vera?

Með þetta viðhorf leitist þið eftir lágmarksviðleitni. Þetta er líkt og að spyrja kennara, „Hvað er það minnsta sem ég þarf að gera til þess að ná prófinu?“ Eins og fallhlífastökkvari segði, „Ég vil pakka fallhlífinni minni vel, en ekki svo vel.“

Afstaða 3: Hversu hugrökk/hugrakkur get ég verið?

Strákur sagði mér einu sinni að hann hefði farið í trúarskóla yngri deildar klukkan 5:00 að morgni. Ég sagði „Það er rosalega snemmt“ Af hverju fórstu?“ Hann svaraði einfaldlega “Vegna þess að ég vildi það. Ég nýt þess. Trúarskólinn er uppáhaldshluti dagsins míns.“ Viðhorf hans var „Ég vil vera hugdjarfur!“ Fyrir honum var hlýðni verkefni en ekki truflun.

Það er eins og fallhlífastökkvari sem segir „Ég pakka fallhlífinni minni vandlega og opna hana löngu áður en ég lendi á jörðinni því ég elska fallhlífastökk og vil halda því áfram.“ Þess háttar viðhorf mun hjálpa okkur að taka flugið.

Í Mormónsbók fór faðir Lamoní konungs með fallega bæn sem endurspeglar þetta þriðja viðhorf fullkomlega:

„Ó Guð … vilt þú þá láta mig vita af þér, og ég mun láta af öllum syndum mínum til að þekkja þig“ (Alma 22:18).

Konungurinn sagði ekki, „Hversu slæmur get ég verið og samt þekkt þig?“ eða „Hversu góður þarf ég að vera til að þekkja þig?“ Nei, viðhorf hans var: „Ég mun láta af öllum syndum mínum til að þekkja þig“.

Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum

Æðri og helgari venjur

Drottinn treystir okkur til að leita ekki að glufum en leita þess í stað að æðri og helgari venjum. Ef eitthvað er ekki útlistað nákvæmlega í leiðarvísinum eins og við bjuggumst við, skulum við ekki spyrja, „Hvað leyfir Guð?“ heldur „Hvað vill Guð frekar?“ Önnur spurningin sýnir það fúsa hjarta sem Drottinn vill að sérhvert okkar þroski þegar hann kennir okkur að vera hógvær.

Ef ég fer um borð í flugvél, þá vil ég ekki að flugmaðurinn spyrji „Hversu lélegur get ég verið?“ eða „Hversu góður þarf ég að vera?“ Ég vil að hann eða hún spyrji, „Hversu hugdjarfur get ég verið?“ Í fluginu og í lífinu mun afstaða okkar ákvarða flughæðina. Til styrktar ungmennum leiðarvísirinn var ekki skrifaður til að útskýra lágmarkskröfur heldur kenningar fyrir lærisveina. Hann er sannarlega næsta stig.