Til styrktar ungmennum
Að brjótast úr viðjum þess að skoða klám
September 2024


Að brjótast úr viðjum þess að skoða klám

Mér fannst ég ein og hjálparvana. En biskupinn minn minnti mig á nokkur lykilatriði fyrir því að finna von og hjálp.

stúlkur faðmast

Myndskreyting: Sue Teodoro

Ég sá fyrst klám þegar ég var 13 ára. Ég fann það fyrir slysni á samfélagsmiðlum og vissi ekki hvað það var og skildi það ekki. Ég fór frá því að sjá það fyrir slysni, yfir í forvitni og svo yfir í að leita að því viljandi.

Á þeim tíma var boðskapur leiðtoga minna um klám á þann veg að einungis strákar virtust eiga í vandræðum með þetta. Þetta lét mig finna fyrir mikilli skömm. Ég hélt ég myndi aldrei geta sagt neinum frá vandamálum mínum. Ég vissi um friðþægingu Jesú Krists en þar sem ég hélt að ég væri eina stúlkan sem ætti við þetta vandamál að stríða fannst mér ég vera handan björgunar frelsarans. Mér fannst ég vera undantekningin.

Skrifstofa biskupsins

Á þessum árum, á stöðum eins og í trúarskóla eða á trúarsamkomum –hvar sem andinn var til staðar – fannst mér ég oft hvött til að leita fund með biskupi mínum. Í langan tíma var það sem stöðvaði það mig frá því að gera þetta að ég þyrfti að viðhalda orðstír mínum sem gott barn frá virkri fjölskyldu. Ég hélt að hann myndi sjá mig fyrir þá manneskju sem ég væri – og mér fannst sú manneskja ekki vera manneskja sem hægt væri að láta sér annt um. Ég hélt að ég fengi umsvifalaust refsingu.

Þegar ég lét loks verða af því að panta tíma, fór það allt öðruvísi en ég hafði átt von á. Í stað þess að refsa mér sagði biskupinn við mig: „Þú ert enn dóttir Guðs. Þú ert enn jafn elskuð og þú ert enn jafn mikils virði.“

Ég man hvernig ég fann fyrir yfirþyrmandi ást. Þetta var í fyrsta sinn í mínu lífi sem ég fann svona sterklega fyrir krafti friðþægingar frelsarans. Þegar ég lít til baka, skil ég hvers vegna orð biskups míns voru svo mikilvæg.

Dóttir Guðs

Þegar maður er fastur í viðjum kláms, upplifir maður mikla skömm. Mér fannst ég úr tengslum við eigið auðkenni og nota svo klám til þess að fást við þessar neikvæðu tilfinningar. Svo fann ég til skammar og einangraði mig frá öðrum og hringurinn endurtók sig.

Ég reyndi svo lengi að treysta á minn eigin viljastyrk til að „hætta bara.“ Ég gat þetta samt ekki einsömul. Biskupinn minn minnti mig á mitt sanna auðkenni – að ég er elskuð dóttir Guðs. Þegar ég hitti hann og mundi þann sannleika, fór ég að taka raunverulegum framförum.

ung stúlka klífur fjall

Ljósmyndir birtar með leyfi Madelyn og fjölskyldu

Madelyn veit að klám verður ekki eina fjallið sem hún þarf að klífa. Með hjálp frelsarans og réttum verkfærum, heldur hún áfram að finna styrk til þess að komast í gegnum áskoranir lífsins. Þessi mynd var tekinn rétt áður en hún kleif jökul í Alaska, Bandaríkjunum!

Sannleikurinn um Guð og frelsarann

Í fyrstu var ég hrædd að biðjast fyrir. Ég sá himneskan föður sem Guð réttlætis og reiði. En að takast á við ferli stöðugrar iðrunar hefur hjálpað mér að skilja eðli himnesks föður og Jesú Krists. Vitandi að iðrun í eitt skipti gerir mig ekki ónæma fyrir þessari baráttu hefur hjálpað mér að halda áfram að treysta á guðlegt liðsinni þeirra. Himneskur faðir vissi um og skildi raunir mínar, ég þurfti bara að leita til hans.

Ég lærði að bæði himneskur faðir og Jesús Kristur eru miskunnsamir og skilningsríkir. Þegar þið leitið til þeirra, munu þeir ganga við hlið ykkar og halda í hönd ykkar í hverju skrefi leiðarinnar.

stúlka með Mormónsbók

Að berjast gegn klækjum Satans

Að skilja eðli Guðs hjálpaði mér líka að skilja Satan og verkfæri hans og hvernig þau vinna í beinni andstöðu við Guð. Öflugasta verkfærið sem hann hefur er skömm, sem er ólík sektarkennd eða „hryggð sem er Guði að skapi“ (Síðara Korintubréf 7:10). Þegar þið finnið til sektarkenndar, áttið þið ykkur á því að þið gerðuð mistök. En skömm tengir hinar neikvæðu tilfinningar sem þið hafið um ykkur sjálf þegar þið syndgið við auðkenni ykkar eins og þið séuð þessar tilfinningar.

Satan vildi að ég tryði að ég gæti komist yfir þessa áskorun ein. Þessi lygi kom í veg fyrir að ég talaði við biskupinn minn um baráttu mína við klámið. Mér fannst ég ekki geta hitt hann fyrr en ég gæti sagt að þetta væri eitthvað sem ég hefði átt í vandræðum með í fortíðinni. Satan notar einstaka veikleika ykkar til að telja ykkur trú um að þið séuð óverðug lækningamáttar frelsarans.

Ég lærði að Satan herjar á okkur þegar við erum einangruð og því er tenging besta vörnin. Stundum er það jafn einfalt og að ná til annarra eða verja tímanum í innihaldsríkum stundum með góðum vinum. Að tengjast himneskum föður, sjálfum ykkur og öðrum (sérstaklega þeim sem sjá ykkur eins og himneskur faðir sér ykkur) er besta leiðin til þess að muna eftir hinu sanna auðkenni ykkar: Sem dýrmætt barn Guðs.

stúlka

Æðri tilgangur

Að lokum fann ég fyrir hvatningu um að hjálpa öðrum stúlkum sem eiga í erfiðleikum með klám. Ég fann fyrir æðri tilgangi. Ég ákvað að hugsa meira um hvað himneskur faðir hugsar en hvað aðrir í kringum mig gætu hugsað, svo ég byrjaði að tala opinskátt um reynslu mína.

Þegar þið finnið fyrir óneitanlegri gleði stöðugrar iðrunar, viljið þið miðla henni öðrum! Nú held ég áfram að miðlaþessari gleði þar sem ég þjóna sem fastatrúboði.

stúlka með fána Singapúr

Madi var kölluð til starfa sem fastatrúboði í Singapúrtrúboðinu og talar malaísku.

Boðskapur minn

Þið eruð aldrei ein og það er von.

Þessi barátta er eitthvað sem þið getið komist yfir með hjálp frelsarans, ástvina sem þið treystið, leiðtoga og réttum verkfærum. Komið ykkur úr einangruninni og náið sambandi við einhvern sem sér ykkur með augum Guðs. Spyrjið þá hvað þeir sjái í ykkur!

Alveg sama hver ykkar barátta sé, þið eruð aldrei handan seilingar frelsarans og friðþægingar hans. Himneskur faðir elskar ykkur fullkomlega og það er þess virði að halda áfram að iðrast.

stúlka