2005
Huggarinn
Apríl 2005


KOM HEYRIÐ SPÁMANN HEFJA RAUST

Huggarinn

Fyrir mörgum öldum fór frelsarinn með ástkæra lærisveina sína í Getsemanegarðinn í síðasta sinn. Jesús varð hugsað um hina miklu eldraun sem framundan var. Hann sagði: „Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið“ (Mark 14:34).

Postularnir tólf skynjuðu án efa að eitthvað geigvænlegt væri fyrir höndum – en gerðu sér ekki grein fyrir hvað átti eftir að gerast. Jesús hafði rætt um að yfirgefa þá. Þeim var ljóst að meistarinn sem þeir elskuðu og reiddu sig á væri á förum, en þeir vissu ekki hvert hann færi. Þeir höfðu heyrt hann segja: „Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. … En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður“ ( John 14:18, 26).

Ég vil minna unga fólkið á þessa sérstöku gjöf heilags anda. Hinn huggunarríki heilagi andi getur verið með okkur allan sólarhringinn: Meðan við störfum, biðjumst fyrir og hvílumst. Hann getur haft styrkjandi áhrif á okkur frá ári til árs, jafnt í sorg og gleði, fögnuði sem harmi.

Huggari þessi getur verið með okkur þegar við reynum að bæta okkur. Hann getur veitt okkur opinberun til að vara okkur við hættu, svo og til að varast mistök. Hann getur skerpt náttúruleg skynfæri okkar, svo við fáum séð skýrar, heyrt betur og munað eftir því sem muna þarf. Á þann hátt hámarkar hann gleði okkar.

Þótt við getum ekki dvalið í návist frelsarans, líkt og Símon Pétur, Jakob, Jóhannes, Marta, María og fleiri, getur gjöf heilags anda verið huggarinn okkar og öruggur leiðarvísir.

Úr aðalráðstefnuræðu, apríl 1989.