2005
Hugmyndir að fjölskyldukvöldi
Apríl 2005


HVERNIG NOTA Á LÍAHÓNA

Hugmyndir að fjölskyldukvöldi

„Ljós Krists,“ bls. 8: Biðjið fjölskylduna að skrá það sem aðgreinir heilagan anda og ljós Krists meðan hún lærir greinina í sameiningu.

„Æskufólk að störfum á Fiji- eyjum,“ bls. 26: Hverju hefur kirkjan séð kirkjuþegnum fyrir til að þeir verði í auknum mæli sjálfum sér nógir? Hvernig var það einkum æskufólki til blessunar? Hvernig hefur samvinna orðið fjölskyldu þinni til blessunar? Hvað getur fjölskylda gert til að vinna saman líkt og æskufólkið í greininni?

„Yfirvegað líf,“ bls. 40: Fáið fjölskylduna til að gera jafnvægisbragð, til að mynda með því að láta bók halda jafnvægi á höfði eða snúa bolta á einum fingri. Ræðið merkingu hugtaksins jafnvægi og hvað gerist ef hluturinn fer of mikið til annarar hvorrar hliðarinnar. Hvað gerist ef líf okkar fer úr jafnvægi? Notið greinina sem grunn að umræðu um hvernig við getum komið jafnvægi á líf okkar.

„Öflugar rætur lítilla greina,“ bls. 44: Sýnið hversu auðvelt er að brjóta litla spýtu eina og sér og hversu erfitt er að brjóta margar litlar spýtur sem bundnar eru saman. Ræðið hvað sameiginlegt er með þessum gjörningi og æskufólkinu í greininni. Greinið frá nokkrum frásögnum í greininni til að sýna fram á hvernig hægt er að efla fjölskyldu ykkar.

„Huggarinn,“ bls. B2: Vefjið teppi utan um einhvern í fjölskyldunni. Spyrjið hvað líkt sé með teppinu og gjöf heilags anda. Notið greinina til að útskýra kennslu Jame E. Faust forseta um hvernig heilagur andi getur verið förunautur okkar. Biðjið fjölskylduna að greina frá þegar heilagur andi hefur huggað hana.

„Rósagarðurinn,“ bls. B14: Þegar þið lesið þessa sögu fyrir fjölskylduna, biðjið hana þá að veita athygli hvað það var sem gerði Magna dapran og hvað bætti líðan hans. Berið vitni um að fjölskyldubönd geti varað handan grafar.