2005
Fjölskyldan mín getur verið eilíf
Apríl 2005


SAMVERUSTUNDIN

Fjölskyldan mín getur verið eilíf

„Helgiathafnir og sáttmálar í heilögum musterum gera mönnum mögulegt að komast aftur í návist Guðs og fjölskyldum að sameinast að eilífu“ („Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ Vonarstjarnan, maí 1996).

Munið þið eftir sögunni um Adam og Evu? Þegar þau yfirgáfu aldingarðinn Eden, urðu þau foreldrar fyrstu barna jarðarinnar. Adam og Eva eignuðust syni og dætur og kenndu þeim fagnaðarerindið (sjá HDP Móse 5:12). Þau glímdu við erfiðleika og nutu einnig hinnar dásamlegu gleði fjölskyldulífs (2 Ne 2:23).

Allir menn hafa frá þeim tíma komið til jarðar og átt hlutdeild í fjölskyldu, samkvæmt áætlun himnesks föður. Hver og ein fjölskylda er sérstæð – foreldrarnir kunna að vera tveir eða aðeins eitt foreldri, börnin kunna að vera mörg eða fá og stundum býr frændfólk eða afar og ömmur á heimilinu. Mikilvægt er að fjölskyldumeðlimir elski hver annan og geri sitt til að stuðla að hamingjuríku heimili.

Ef þú lærir og tileinkar þér Trúarreglur mínar (sjá aftanverða kápusíðu leiðarvísisins Trú á Guð ), getur það hjálpað þér að stuðla að hamingjuríku heimili og eilífri fjölskyldu. Þegar þú velur rétt – með því að láta skírast, greiða tíund, iðrast, halda hvíldardaginn heilagan, hjálpa mömmu og pabba, meðtaka sakramentið, biðjast fyrir, lesa í ritningunum og ávinna þér verðugleika til að sækja musterið heim – ertu að læra réttlát fjölskyldugildi.

Þegar við gerum okkar hlut við að byggja upp eilífa fjölskyldu, með því að læra og lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists, munum við gleðjast yfir áætlun himnesks föður fyrir okkur.

Fjölskyldutréð

Klipptu litla grein af stofni trés eða runna og settu hana í vasa eða bikar (vertu viss um að fá leyfi og hjálp fullorðinna) eða teiknaðu mynd af tré á stórt blað. Myndirnar á bls. B4 sýna hvernig þú getur styrkt fjölskyldu þína. Klipptu út rammana og gerðu göt efst á hvern þeirra. Skrifaðu í auðu rammana eða teiknaðu þar mynd af hvernig þú getur sýnt fjölskyldu þinni ástúð. Notaðu band til að hnýta í rammana og hengja þá á tréð.

Ath.: Ef þú vilt ekki fjarlægja síðurnar úr tímaritinu, getur þú ljósritað, teiknað eftir eða prentað út á alnetinu á vefsíðu www.lds.org. Smelltu á “Gospel Library,” ef á ensku, eða á réttan stað á heimskortinu, ef tungumál er annað.

Hugmyndir að samverustund

  1. Fyrir eldri börnin: Margir spámanna Mormónsbókar sýndu gott fordæmi við að heiðra foreldra sína og styrkja fjölskylduna. Skiptið börnunum í hópa og fáið hverjum hóp eina af eftirtöldum tilvísunum í ritningarnar og orð sem klippt er í einstaka bókstafi: hlýðni, 1. Nefí 3:28; bæn, Enos 1:45; vinna, Mósía 6:7; iðrun, Mósía 27:814, 32; trú, Alma 53:1822, 56:4448; ritningar, Mormón 8:15. Fáið hvern hóp til að lesa viðeigandi frásögn í ritningunum, raðið bókstöfunum saman til að mynda orðið sem auðkennir regluna er foreldrar og börn í frásögninni kenna og lifa eftir og ákveðið hvernig heiðra skal foreldra á okkar tíma með því að lifa eftir reglunni. Biðjið hvern hóp að miðla í stuttu máli frásögninni og tileinkun reglunnar. Syngið söngva og sálma sem leggja áherslu á reglurnar.

  2. Fyrir yngri börnin: Notið Barnafélagsmyndir 45 (Lehí og fjölskylda hans leggur á flótta), 48 (Nefí nær látúnstöflunum) og 416 (Nefí og brotni boginn) og fáið börnin til þátttöku er þið segið sögur um Nefí og hlýðni hans við foreldra hans. Fáið börnin til að leika hvernig þau geta verið hlýðin foreldrum sínum meðan þið syngið söngva og sálma.

Prenta