2005
FRÁ LESENDUM
Apríl 2005


FRÁ LESENDUM

Leidd að nýju í kirkju

Ég hef verið meðlimur kirkjunnar frá því í febrúar 2002 og í maí sama ár skírðust eiginmaður minn og sonur. Við erum afar þakklát fyrir allt sem við höfum lært frá skírn okkar. Við þökkum trúboðunum af öllu hjarta.

Kirkjutímaritið Líahóna hefur komið okkur til hjálpar á erfiðum stundum og er okkur afar dýrmætt. Í hvert sinn er við lesum einhverja grein lærum við eitthvað nýtt.

Við erum nú að búa okkur undir að fara í musterið og vonumst til að geta farið fljótlega. Við erum afar þakklát fyrir að hafa verið leidd í þessa kirkju.

Lucica Dobre, Constanta-grein, Búkarest-trúboði, Rúmeníu

Gagnlegt fyrir fjölskyldukvöld

Við gleðjumst hvern mánuð þegar við fáum Líahóna. Greinarnar eru alltaf uppörvandi og leggja oft grunn að fjölskyldukvöldi okkar.

Radeke-fjölskyldan, Kassel-grein, Hannover-stiku, Þýskalandi

Boðskapur heimsóknarkennara hvetur og huggar

Ég er afar glöð yfir að fá Líahóna. Timaritið hefur gert mér kleift að öðlast skilning á reglum fagnaðarerindisins, er ég hef nýtt mér leiðsögn meðlima hvarvetna um heim. Ég ann boðskap heimsóknarkennara. Hann veitir mér hvatningu og huggun.

Siria Cordero, Alma-Rosa-deild, Ozama-stiku, Santo Domingo, Dóminíska Lýðveldinu

Líahóna er hagnýtt tímarit

Ég ann Líahóna vegna þess að tímaritið styrkir trú mína og hjálpar mér að vera í ljósi Jesú Krists. Ég naut einkum október 2003 útgáfu tímaritsins. Ég les allar greinarnar og hagnýti þær allar í lífi mínu. Ég er afar þakklát fyrir kirkjuna og tímaritið, sem kemur fólki til hjálpar um heim allan.

Tina Sensok, áttundu Phnom-Penh-grein, Norður-Phnom-Pehn-umdæmi, Kambódíu

Skjöldur trúar

Ég er önnum kafinn í háskóla, vinnu og kirkjuköllunum og verð því að finna leið til að lesa Líahóna jöfnum höndum. Nú tek ég tímaritið með mér í háskólann og nýti hverja stund sem gefst til að lesa það. Það hefur blessað líf mitt. Ég þakka greinum þess að ég skynja betur leiðsögn heilags anda í lífi mínu og á auðveldara með að miðla vitnisburði mínum um hið endurreista fagnaðarerindi. Tímaritið hjálpar mér að vera ljós fyrir vini mína og veitir mér styrk til að vera skjöldur trúar.

Lehi Spencer Santiago Lastra, Natividad-deild, Tacna-stiku, Perú

Ástríkar tilfinningar tengdar musterinu

Ég ann tímaritinu Líahóna, einkum barnablaðinu, og það gera börnin mín einnig. Þau njóta þess að hlýða á sögurnar úr Biblíunni og Mormónsbók og hafa gaman af myndunum af spámönnunum og musterunum. Dóttir mín, sem er sex ára, lærði um musterið í Barnafélaginu og þráir að fara þangað einhvern daginn.

Yadira González, Cincuentenario-deild, Panama City-stiku, Panama

Prenta