2005
Gleðjast yfir endurreisn og lyklum prestdæmisins
Apríl 2005


BOÐSKAPUR HEIMSÓKNARKENNARA

Gleðjast yfir endurreisn og lyklum prestdæmisins

Veljið og lesið í bænaranda ritningargreinar og kenningar úr boðskap þessum er uppfylla þarfir systranna sem þið heimsækið. Miðlið af trúarreynslu ykkar og vitnisburði og biðjið þær sem þið kennið að gera slíkt hið sama.

Joseph Smith – Saga 1:69: „Yður, samþjónum mínum, veiti ég í nafni Messíasar Aronsprestdæmið, sem hefur lykla að þjónustu engla og fagnaðarerindi iðrunar og niðurdýfingarskírn til fyrirgefningar syndanna.“

Hvernig hafið þið glaðst yfir endurreisn prestdæmisins?

Joseph F. Smith forseti (1838–1918): „Gleðjumst í sannleikanum, í hinu endurreista prestdæmi – kraftinum sem falinn er manninum, og er þess eðlis að Drottinn helgar á himnunum það sem maðurinn gerir á jörðu“ ( Gospel Doctrine, 5. útg. [1939], 441).

Gordon B. Hinckley forseti: „Ég þakka mínum eilífa föður fyrir endurreisn hins heilaga prestdæmis. … Ég hef verið vitni að fegurð og undri prestdæmisins í stjórnun þessarar undursamlegu kirkju. Ég hef skynjað kraft þess flæða um mig til blessunar og lækningar sjúkra. Ég hef verið vitni að þeirri göfgi sem það hefur veitt auðmjúkum mönnum sem kallaðir hafa verið til mikillar og þungrar ábyrgðar. Ég hef verið vitni að því er þeir hafa talað með krafti og valdi frá upphæðum“ (“My Testimony,” Ensign, nóv. 1993, 52).

Heber J. Grant forseti (1856–1945): „Sérhver gjöf, sérhver náð, sérhver kraftur og sérhver gáfa sem hlaust fyrir hið heilaga prestdæmi, hins lifandi Guðs, á tíma frelsarans er nú þegar fyrir hendi. Ég gleðst yfir að þekkja … blessanir, læknandi kraft almáttugs Guðs, innblástur anda hans, sem veitt hefur körlum og konum opinberanir … og hinir Síðari daga heilagir njóta nú“ ( Teachings of Presidents of the Church: Heber J. Grant [2002], 103).

Hvernig getum við notið krafts og lykla prestdæmisins?

K&S 84:19–20: „Og þetta æðra prestdæmi framkvæmir fagnaðarerindið og heldur lyklinum að leyndardómum ríkisins, já, lyklinum að þekkingu Guðs. Í helgiathöfnum þess opinberast því kraftur guðleikans.“

Öldungur Robert D. Hales í Tólfpostulasveitinni: „Prestdæmi Guðs veitir börnum hans ljós í myrkum og þjáðum heimi. Við getum hlotið gjöf heilags anda með krafti prestdæmisins, til að leiða okkur í sannleikann með vitnisburði og opinberun. Þessi gjöf stendur körlum, konum og börnum jafnt til boða“ (“Blessings of the Priesthood,” Ensign, nóv. 1995, 32).

Coleen K. Menlove, aðalforseti Barnafélagsins: „Réttlátir prestdæmisleiðtogar hafa vald og kraft til að stjórna og blessa fólk Drottins. … Okkur konum gefst tækifæri til að gefa orðum spámanna og annarra prestdæmisleiðtoga rúm í hjörtum okkar, líkt og þau kæmu frá Drottni sjálfum. Gleðjumst yfir þeim tækifærum sem okkur gefast sem systrum í Síon til að aðstoða prestdæmisleiðtoga við það starf að færa fjölskyldur til Krists“ (“Joining in the Mighty Work of God,” Ensign, okt. 2002, 46, 49).

Prenta