19. Sesarea og Saronsléttan til Karmel
Horft í norður yfir hina fornu höfn Sesareu og Saronsléttuna. Einnig sést fjallgarðurinn Karmel efst á myndinni.
Merkir atburðir: Elía tókst á við falsspámenn Baals á Karmelfjalli (1 Kon 18). Via Maris (Sjávargata), mikilvæg leið til forna, lá austan við Sesareu. Eftir að Pétur hafði séð merkilega sýn meðan hann var í Joppe, hóf hann trúboð meðal Þjóðanna með því að kenna hundraðshöfðingjanum Kornelíusi í Sesareu (Post 10). Filippus prédikaði og bjó hér og eignaðist fjórar dætur sem spáðu (Post 8:40; 21:8–9). Páll var fangi í borginni í tvö ár (Post 23–26). Hann prédikaði yfir Felixi, Festusi, og Heródesi Agrippu Ⅱ, sem sagði, „Þú þykist ekki vera lengi að gjöra mig kristinn“ (Post 26:28).