28. Dan
Hin forna borg Dan var kölluð Lesem (Jós 19:47) eða Laís (Dóm 18:7, 14) áður en Ísraelítar lögðu landið undir sig. Lækurinn sem hér rennur, ásamt læknum í Sesareu Filippí, eru meginuppsprettur Jórdanárinnar. Hér má sjá mynd af musteri Jeróbóams.
Merkir atburðir: Abraham bjargaði Lot (1 Mós 14:13–16). Dan ættkvíslin hertók svæðið og nefndi það Dan (Jós 19:47–48). Jeróbóam setti upp falskt musteri með gullkálf sem átti þátt í hruni ættkvíslanna tíu í norðri (1 Kon 12:26–33). Dan var nyrsta borg Ísraels — þess vegna tala ritningarnar um land Ísraels „frá Beerseba til Dan“ (2 Kro 30:5; Beerseba var syðsta borgin). (Sjá LR Dan).