29. Aþena
Þessi ljósmynd, sem tekin er frá Areopagus (Areashæð) sýnir Akrópólis í Aþenu sem var helgistaður ýmissa heiðinna guða. Aþena var hinn forni, gríski höfuðstaður Attíku og á tímum Nýja testamentis taldist hún til rómverska héraðsins Akkíu. Henni var í heiðni nafn gefið til heiðurs hinni grísku gyðju Aþenu. Þegar á tímum Nýja testamentis hafði Aþena misst að mestu sitt fyrra mikilvægi og ljóma, en þar voru þó enn margar styttur og minnismerki um marga guði og gyðjur, þar á meðal til heiðurs „ókunnum guði“ (Post 17:23).
Merkir atburðir: Páll postuli heimsótti borgina og flutti predikun sína um hinn óþekkta guð á Aresarhæð. (Post 17:15–34). Trúboðar voru sendir út frá Aþenu til annarra héraða Grikklands (1 Þess 3:1–2).