9. Musteri Heródesar
Þessi mynd sýnir nútíma eftirmynd af musteri Heródesar (hlutfall 1:50) eins og talið er að það hafi verið árið 67 e.Kr. Múrinn umhverfis byggingar musterisins afmarkar griðastaðinn sem hefur að geyma Hið allra helgasta, Hið heilaga, og þrjá mikla forgarða.
Merkir atburðir: Jósef og María sýndu ungbarnið Jesú í musterinu (Lúk 2:22–38). Frelsarinn kenndi í musterinu 12 ára gamall (Lúk 2:41–46). Frelsarinn rak víxlarana út úr musterinu (Matt 21:12–13) og spáði fyrir um tortímingu musterisins (Matt 24:1–2). Á ókomnum tíma mun musteri verða reist í Jerúsalem (Esek 40–48; Sak 8:7–9). (Sjá LR Musteri, hús Drottins).