15. Jeríkó
Þessi mynd sýnir gróðurinn í Jeríkó nútímans. Til forna var hér borg umgirt múrum í Jórdandalnum, 252 metrum neðar sjávarmáli. Nú er hér gróðursælt landbúnaðarhérað þar sem döðlupálmar og sítruslundir dafna. Í bakgrunni er hið álitna fjall freistinganna (Matt 4:1–11).
Merkir atburðir: Nálægt þessum stað fóru Jósúa og Ísraelsbörn fyrst yfir ána Jórdan, inn í fyrirheitna landið (Jós 2:1–3; 3:14–16). Með kraftaverki lét Drottinn múrana hrynja frammi fyrir liði Ísraelsmanna (Jós 6; sjá einnig Hebr 11:30). Jósúa bannfærði borgina (Jós 6:26), og bannfæringin uppfylltist (1 Kon 16:34). Elísa gjörði vötn Jeríkó heilnæm (2 Kon 2:18–22). Á leið sinni til Jerúsalem í síðasta sinn fór frelsarinn hér um, læknaði Bartímeus blinda og dvaldi með Sakkeusi tollheimtumanni (Mark 10:46–52; Lúk 18:35–43; 19:1–10). Vegurinn til Jeríkó frá Jerúsalem kemur við sögu í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann (Lúk 10:30–37). (Sjá LR Jeríkó).