Námshjálp
27. Nasaret


27. Nasaret

ljósmynd 27

Þessi mynd af Nasaret nútímans er tekin í suðurátt. Á tímum Biblíunnar var Nasaret lítið þorp.

Merkir atburðir: Nefí sá í sýn móður frelsarans í Nasaret (1 Ne 11:13–22). Engillinn Gabríel tjáði Maríu að hún mundi fæða frelsarann (Lúk 1:26–35). Gabríel bauð Jósef að taka Maríu sér til eiginkonu og nefna son hennar Jesú (Matt 1:18–25). Jesús ólst upp í Nasaret (Matt 2:19–23; Lúk 2:4–40; 4:16). Hann prédikaði og lýsti því yfir í samkunduhúsinu að hann væri Messías (Lúk 4:16–21), en íbúar Nasaret höfnuðu honum (Matt 13:54–58; Lúk 4:22–30). (sjá LR Nasaret).