Námshjálp
1. Nílarfljót og Egyptaland


1. Nílarfljót og Egyptaland

ljósmynd 1

Gróðurfar á bökkum Nílar. Það var á slíkum stað sem móðir Móse faldi ungan son sinn. Fjær eru eyðimerkursvæðin sem þekja mestan hluta Egyptalands.

Merkir atburðir: Egyptus fann landið (Abr 1:23–25). Abraham fór til Egyptalands (1 Mós 12:10–20; Abr 2:21–25). Jósef var seldur til Egyptalands, varð ráðherra Faraós, og bjargaði fjölskyldu sinni frá hungursneyð (1 Mós 37; 39–46). Afkomendur Jakobs bjuggu í Egyptalandi (1 Mós 47; 2 Mós 1; 12:40). Dóttir Faraós fann barnið Móse á Nílarfljóti og ól hann upp (2 Mós 2:1–10). Móse leiddi Ísraelsmenn út úr Egyptalandi (2 Mós 3–14). María, Jósef og Jesús fóru til Egyptalands á flótta undan Heródesi (Matt 2:13–15, 19–21). Á síðustu dögum munu Egyptar þekkja Drottin, og Drottinn mun blessa Egyptaland (Jes 19:20–25). (Sjá LR Egyptaland.)