Horft til norðurs yfir Jerúsalem. Á miðri mynd er musterishæðin. Á henni er nú helg bygging múslima með gulli lögðu þaki, kölluð Helgidómurinn á klettinum. Hér voru guðsþjónustur Gyðinga til forna í musteri þeirra. Múrarnir nálægt Helgidóminum á klettinum umlykja hina fornu borg Jerúsalem. Hægra megin við múrinn er Kídrondalurinn. Lengst til hægri, rétt utan við ljósmyndina, er Olíufjallið. Í norðri, handan við Helgidóminn á klettinum, er sá staður sem talinn er vera Golgata eða Hauskúpustaður.