10. Musterisþrepin
Musterissvæðinu var skipt niður í garða sem afmörkuðust af veggjum, og ytri garðarnir stóðu lægra í landslaginu. Tilbiðjendur komu inn um hin ýmsu hlið, meðal annars þar sem leiðin lá upp á við frá þessum þrepum inn í ytri garðana og þaðan inn í innri garðana. Þúsundir manna hafa í tímanna rás farið um þessi þrep, meðal þeirra Guðssonurinn. Þegar her Títusar tortímdi musterinu árið 70 e.Kr., huldust þrepin lausagrjóti. Þegar hluti hinnar gömlu Jerúsalem var grafinn upp af fornleifafræðingum á áttunda áratugnum, komu þrepin í ljós.
Merkir atburðir: Esekíel sá í sýn stærð og form musteris framtíðarinnar (Esek 40). (Sjá LR Musteri, hús Drottins).