2023
Verkefni í Kom, fylg mér fyrir litlu börnin
Mars 2023


Kom, fylg mér Verkefni,“ Barnavinur, mars 2023, 49.

Nýja testamentið

Verkefni í Kom, fylg mér fyrir litlu börnin

Ljósmynd
Ung stúlka að lita í glósubók

Fyrir Matteus 8; Markús 2–4; Lúkas 7

Hvað er eitthvað af því sem hræðir litlu börnin ykkar? Ræðið af rósemd um eitt slíkt óttaefni. Hjálpið þeim síðan að segja: „Þegar ég hræðist, getur Jesús hjálpað mér að finna frið.“

Fyrir Matteus 9–10; Markús 5; Lúkas 9

Náið í skyndihjálparbúnað og útskýrið hvernig hann er notaður til að lækna okkur. Útskýrið síðan að máttur Jesú Krists til að lækna sé jafnvel meiri. Lýsið einu kraftaverkanna í Matteus 9.

Fyrir Matteus 11–12; Lúkas 11

Skrifið vikudagana fyrir litlu börnin ykkar. Segið nafn hvers dags upphátt, en hvíslið þegar þið segið „sunnudagur.“ Útskýrið að sunnudagur sé sérstakur dagur til að hugsa um Jesú Krist af lotningu.

Fyrir Matteus 13; Lúkas 8; 13

Útskýrið að fyrir löngu síðan hafi trúfast fólk komið til Jesú til að hlusta á sögurnar hans (sjá Matteus 13). Biðjið þau að teikna mynd af fólkinu hlusta á Jesú.

Fyrir Matteus 14; Markús 6; Jóhannes 5–6

Hafið til hollt snarl fyrir litlu börnin ykkar. Segið frá kraftaverkinu um bauðhleifina og fiskana (sjá Matteus 14:15–21). Hjálpið þeim að segja: „Jesús veit hvað ég þarf og getur hjálpað mér.“

Prenta